Vekjarinn - 01.10.1904, Síða 22

Vekjarinn - 01.10.1904, Síða 22
22 til mín aptur með andlitið ljómandi af fögnuði. „Torrey, jeg hefi fengið svona líka gott brjef frá honum bróður mínum. Hann segir: „Elsku systir! Jeg er orðinn kristinn maður. Það gjörðist með þeim hætti, að jeg ias bibiiuna til hlýtar (hann hefði sannarlega átt að lesa hana., áður en hann hjelt fyrirlestrana gegn henni), og sú rannsókn hefir sannfært mig um, að hún er Guðs orð“. — Þjer menn og konur, sem orð min heyrið, einhver af yður ereftil vill hneygður til vantrúar eða efasemda. Jeg vil þá spyrja: hver af yður ætli sje þá nógu skyn- samui- til þess, að varpa fríhyggjunni og vantrúnni fyr- ir borð í dag? Það eru næsta. margir af yður, sem ekki kallið yður vantrúai menn, en eruð það þó í verkinu og reyndinni. Þjer segið, að þjer trúið biblíunni, og trúið þvi, að Jesús sje Kristur, sonur Guðs; en viljið samt ekki veita honum viðtöku og játa, að hann sje frelsari yðar. En með þeim hætti eruð þjer jafnt vantrúar- menn og þeir, sem kalla upp með það á fyrirlestrar- pallinum eða í kennarastóinum fyrirfjölda áheyrenda. Vantrúin hefir ekkert til síns ágætis, hvorki fyrir þetta líf, sem nú ei', nje heldur hið t.ilkomanda. Stað- hæfingar hennar eru staðleysa. Ef þú vilt öðiast Sanna gleði, frið og fögnuð hjer í lífi og annars heims í eilífð- inni, þá byrjaðu á því, að gefa gætur að lögmáli Drottins, veita Jesú viðtöku sem frelsaraþínum, gefa þig honum allan og óskiptan, og játa hann opinberlega fyrir heiminum. Amen. -___■ - v

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.