Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 5
TENGDÁDÓTTIRIN. Skáldsaga eftir E. JUNCKER. í. KAPÍTULI. Vorið var komið. Blómin á jurtunum sá- ust ekki enn, en það sást móta fyrir blóm- knöppunum og það var farið að slá grænlit- um blæ á bækitrén. Lævirkjarnir flugu af grein- unum upp í loftið og buðu vorið velkomið með söng sinum. Frá Schöneich, sem var lítið og snoturt þorp, kom aldraður maður. Hann var gang- andi. Stöku sinnum staldraði hann við og horfði í kringum sig, eins og hann væri að virða fyrir sér fegurð náttúrunnar. Pegar hann var kominn kippkorn frá þorpinu, kom vagn akandi á eftir honum og náði hann honum bráðlega. í vagninum sátu tveir menn. Pegar þeir voru komnir til gamla mannsins, bað yngri maðurinn, sem í vagninum sat, ökumanninn að stöðva hestana og því næst sté hann út úr vagninum. »Pér eruð víst á leiðinni til Wolsau, herra prestur?« sagði hann, er hann hafði heilsað gamla manninum innilega. »Doktor Jessien og eg erum á leiðinni til Uhlenhorst til þess að ræða ýms mál í amtsráðinu og það mundi gleðja okkur, ef þér vilduð sitja í vagn- inum hjá okkur og svo getið þér stígið út úr honum , þar sem vegurinn liggur upp til Wolsau.* »Eg tek boði yðar með þökkum, kæri herra landráð,« svaraði presturinn. »Eg er farinn að þreytast, því eg fór snemma á fætur í morgun.® Peir stigu svo upp í vagninn, sem þégar hélt af stað. »Æ, en hvað þetta er gott,« sagði prest- urinn um leið og hann hagræddi sér í sætinu, fyrir sjötíu og tveggja ára gamlan karlfausk eins og mig.« Doktor Jessien hnyklaði brýrnar og varð reiðulegur útlits og sagði: »Auðvitað eru sjötíu og tvo ár talsvert hár aldur, séra Dossow, og líffærin eru auðvitað farin nokkuð að slitna, en mér finst þér ekki þurfa að vera neitt upp með yður af aldri yðar enn þá. .Þér hafið á- valt átt heldur rólega daga um æfina, og ekki átt við nein veikindi að stríða.« Presturinn sagði ekkert'enftók brosandi upp tóbaksdósirnar sínar og tók í nefið og bauð svo doktornum einnig í nefið, sem hann þáði. »Eg veit ekki hvað það getur verið, sem gengur að á Wolsau,« sagði presturinn skömmu síðar við landráðið. »Randau greifafrú hefur gert mér tvisvar sinnum boð í dag um að finna sig. Pví miður var eg í hvorugt sinni heima, þegar boðin komu frá henui, og engin önnur skilaboð lágu heima hjá mér, en að eg kæmi svo fljótt upp í höllina, sem mér væri með nokkru móti mögulegt. Hafið þér, herra von Berge, nýlega séð greifafrúna og dóttur hennar ?« »Eg var þar í gærkvöldi og drakk te,« svaraði Iandráðið. »Peim leið báðum mjög vel, bæði Randau frænku og Elisabet.* N. Kv. XI. 1. 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.