Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 6
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Landráðið hafði svarað blátt áfram, en um Ieið hafði brugðið fyrir hálfgerðum vandræða- svip í andliti hans, sem dokturinn strax veitti eftirtekt. aHafið þér nú enn þá verið að halda fyrir- lestur um uppruna tegundanna fyrir hinni fróð- leiksgjörnu frændkonu yðar?« sagði hann. »Eg hygg, að þið eigið bæði ætt yðar að telja til sama apans, sem uppi hefur verið einhvern- tíma í fyrndinni.« Landráðið strauk hendinni yfir gáfulega enntó og höfuðið og mælti því næst, um leið og hann snéri sér að prestinum : »Eg sá í blöðunum í gær, að einhver kap- teinn Dossow hefur verið gerður að foringja á einu herskipinu, það er líklega ekki sonur yðar, herra prestur ?« -»Jú, — það er hann Willi minn.« Um leið og presturinn sagði þetta, varð málrómur hans viðkvæmur og innilegur og vonar- og kærleiksglampa brá fyrir í augum hans, Herra von Berge tók innilega í hönd hans og mælti: sEg óska yður hjartanlega til hamingju. Sonur yðar hefur hlotið tilkomu- mikla og vellaunaða stöðu, sem hann hefur verðskuldað fyrir dugnað sinn.« Presturinn kinkaði kolli og sagði: »Já, og hann er samt ungur enn, aðeins 30 ára gam- all, en hann hugsar eigi um annað en störf sín og hefur ekki fest ást á öðru en hafinu. Hann hefur um tíma verið í þjónustu Austur- ríkis og hann var í orustunni við Helgoland 1864 og 1866 var hann í orustunni við Lissa. Ef til vill gefst yður bráðlega tækifæri til þess að kynnast honum. í bréfinu, sem eg fékk síðast frá honum, gerir hann ráð fyrir að fá leyfi frá herþjónustunni dálítinn tíma og dvelja þá hjá mér.« Peir fóru nú gegnum bækiskóg og því næst komu þeir að dálítilli tjörn. Uppi á hæð skamt frá tjörninni stóð reisuleg, gömul höll og voru á henni margir turnar. Beggja vegna vegarins, er lá upp að höllinni, stóðu raðir af linditrjám, sem mynduðu göng. Hjá tjörninni bað séra Dossow ökumanninn um að stanza. Hann kvaddi báða samferðamenn sína með handabandi. Sté hann svo út úr vagninum og hélt leiðar sinnar gangandi. En hartn var aðeins kominn fá skref brott, er hann veitti því eftirtekt, að landráðið var komið að hlið hans og sagði við hann, um leið og þessum einkennilega vandræðasvip, sem fór honum svo vel, brá fyrir á andliti hans: »Eg vildi aðeins biðja yður, herra prestur, ef greifafrúin og dóttir hennar þurfa á ein- hverri hjálp að halda, þá að leita til mín. Gúnther frændi minn er ekki heima og þér eruð ávalt önnum kafinn við önnur störf. Eg verð kominn heim fyrir kvöldið, og vænti þess þú látir mig vita, ef einhvers þarf með.« »Pað skal eggera,« sagði presturinn, »verði mér ómögulegt að ráða fram úr því vanda- máli, sem greifafrúin ætlar að ráðgast við mig um, þá skal eg slrax gera yður orð. — En doktorinn er víst orðinn þreyttur á að bíða lengur eftir yður, því hann er héldur bráð- látur.« Landráðið fór aftur til vagnsins, og prestur- inn hélt áfram leiðar sinnar upp til hallarinnar. Pegar komið var í nánd við höllina, mátti sjá, að eitthvað óvanalegt var að gerast þar. Inngangurinn var skreyltur bogadregnum lauf- fléttum og krönsum, flögg og veifur höfðu verið hengdar út úr öllum gluggum á fram- hlið hallarinnar, og yfir fordyri hafði verið hengt spjald og var á það letrað með himin- bfáum bókstöfum orðið: »Velkomin.« Presturinu undraðist mjög þennan hátíða- skrúða, sem höllinn hafði verið íklædd; sá hann nú þjón einn álengdar og ætlaði hann að fara að gefa honum bendingu um að koma til sín, en þá opnuðust hallardyrnar og kom út kona, hnígin á efri aldur. Mátti glöggt sjá, að hún var í mikilli geðshræringu. Andlitið var fölt og bar vott um þreytu og andstreymi og kniplingahettan hallaðist á höfði hennar, og þegar hún heilsaði gesti sínum og bauð hann velkominn var titringur í röddinni. »En hvað mér hefur leiðst að bíða eftir yð- ur, herra prestur,* sagði hún. »Eghef sent eftir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.