Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Qupperneq 11
TENGDADOTTIRIN. 7 ýmiskonar á veggjunum og líkneskjur stóðu hér og þar í herberginu. Líka voru þar úttroðnir hamir af sjaldgæfum fuglum frá Indlandi og hjartarhorn. En þdtt skrautið væri svona mar£- víslegt og ósamkynja, var því komið fyrir í herberginu með slíkri smekkvísi og listfengi, að ef einhver gripur hefði verið tekinn brott, hefði maður saknað hans í heildina. »Líttu á,« sagði Elísabet og benti á stóran tigrisfeld, sem breiddur var á gólfið fyrir fram- an hægindastólinn. »Retta tigrisdýr, sem skinn- ið þarna er af, hefur Gúnther sjálfur skotið.« »Svo! Það er reyndar honum líkt. Eg held það sé varla nokkur maður jafnhugaður og hann. Eg hef ávalt óskað mér, að maðurinn minn væri allra manna beztur reiðmaður og skotmaður og allra manna fimastur við sverð, og þegar hann væri hjá mér, þyrfti eg ekki neitt að óttast.« Elísabet brosti og mælti: »Reim kostum held eg Gúnther sé búinn.« Elísabet horfði með aðdáun á mágkonu sína. Hún sat í herberginu þar sem skugga bar á, en þó gat maður séð hve fagur hálsinn og herðarnar voru. Ofan yfir ennið liðuðust nokkrir gullnir lokkar og löngu, dökku augna- hárin vörpuðu dálitlum skugga á hvarmana. Fögur var hún. Fögur eins og »hin rós- fingraða morgungyðja«. Elísabet skildi, að bróðir hennar, sem hafði séð svo mikið af kvenlegri fegurð, hlyti að verða ástfanginn í þessari konu. »En hefur nú Margrét þrótt til þess að varð- veita ást hans og gera hann ánægðan og ham- ingjusaman?* hugsaði hún. Elísabet stóð upp. »Góða nótt, kæra Margrét — Eg skal senda herbergisþernuna hingað upp til þess að hjálpa þér.« »Nei, þakka þér fyrir. Eg ætla að vera dá- lítið á fótum ennþá. Góða nótt, og þakka þér fyrir, hvað vel þú hefur tekið á móti mér, blá- ókunnugri. Eg verð æfinlega í þakklætisskuld við þig.« Þegar Elísabet var farin, opnaði Margrét hurðina, sem vissi út á svalirnar. Rær voru ekki stærri en svo, að tveir menn gátu staðið þar í einu. Kvöldið var kyrt og hljótt. Tunglskin var á, svo trjágreinarnar í garðinum litu út einsog silfurvendir og yfir öllu hvíldi einhver æfin- týrablær. Unga konan, sem í gærkvöldi fann frið og hvíld við barm móður sinnar, var nú döpur og fanst hér vera einmanalegt og gleðisnautt í allri þessari æfintýrakendu kvöldfegurð. Pað sem henni hafði aðeins fundist vera Iítilfjörlegir erfiðleikar, meðan hún var heima hjá móður sinrii, fanst henni nú vera orðið að stóreflis björgum, sem ómögulegt væri að ryðja úr vegi. Hvernig gat henni líka nokkru sinni komið til hugar að fara að ráðum Gúnthers og vígjast honum hálfleynilega og hverfa svo strax á brott með honum hingað! Hún hugsaði um hina ástríku móður sína. Mörg voru tár hennar síð- astliðna nótt, og mörg og ástrík voru orðin, sem hún hafði sagt við hana, en hún hafði aðeins hugsað um hann og morgundaginn, sem yrði sá dagur, er hún færi með honutn heim til hans. Hvar var hann nú? Hvers vegna hafði hann í alt kvöld aldrei litið til hennar með þessu viðkvæma augnatilliti, sern hún þekti svo vel og geðjaðist svo vel að? Hversvegna hugs- aði hann ekki um það, að nú átti hún ekkert heitnili annað en hans og engan verndara ann- an en hann? Hún lagði heita kinnina að köld- um steinveggnum og tár' hrundu af augum hennar. Alt í einu fann hún að tekið var utan um hana og hún tekin upp. »Hjartans vina mín,« hvíslaði hann að henni, »hvernig geturðu fengið af þér að gera mér þá sorg að gráta í kvöld?« »Æ, Gúnther — þú varst svo lengi í burtu og eg var alein — og þú hefur jafnvel forð- ast aó horfa á mig í kvöld.» »Rarf eg endilega að horfa á þig,« sagði hann og strauk hendinni yfir hárið á henni. Hversvegna eiga allir að geta lesið ástarsæl- una út úr augum okkar eins og opinni bók?

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.