Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 15
TENGDADÓTTIRIN. 11 »Mér stendur á sama hverjum þú kynnir konu þína. Eg ætla ekki að fara að skifta mér af því En það vil eg ráða yður, Mar- grét, að forðast sem mest þessa kvensnift, því gerist þér vinkona hennar, þá er okkar vináttu lokið. Einnig vil eg ráða yður til að hafa auga með manninum yðar, því Iengi eimir eftir af fornri vináttu kvenna, og hún er ný- kvæntum mönnum óheillavænleg.* Er hann hafði sagt þetta, lokaði hann vagn- hurðinni og gekk brott, tautandi eitthvað í hálfum hljóðum við sjálfan sig. »Frændi þinn er dálítið skrítinn,« sagði Margrét, þegar vagninn aftur var kominn út á véginn, »en hann er víst allra bezti karl, þeg- maður kynnist honum. Og frænka þín er mesta gæðakona, það er ég viss um. — En segðu mér eitt. Hver er þéssi frú von Mas- sow ? Rú hefur aldrei sagt mér neitt frá henni. »Hingað til höfum við nú haft annað að gera,« svaraði Gúnther brosandi. »Barónsfrú von Massow er af pólskum ættum og fædd á Póllandi. Hún er töluvert frábrugðin öðrum konum. Við vorum góðir vinir meðan mað- urinn hennar lifði og vinátta okkar hefur ekki rénað síðan. Við höfum oftsinnis farið á skemtireiðir saman og margsinnis skemt okkur í skotbakka, og hún er góð skytta. En heldra fólkið hérna hefur ekki dálæti á henni. Við höfum ávalt verið góðir vinir og mér þykir vænt um hana, þrátt fyrir galla hennar.« Óku þau svo áfram um hríð og komu nú að birkiskógi, og er þau höfðu ekið í gegnum hann, varð fyrir þeim stór og reisulegur herra- garður með mörgum útbyggingum. »Petta er Uhlenhorst,* sagði Gúnther. Pegar þau komu heim á garðinn var þeim strax fylgt inn í dyngju húsfreyjunnar. Var það stórt her- bergi og voru húsgögnin þar ger af hagleik miklum, úr dýrum viði og klædd með dýru klæði. Var þar inni fagurt um að lítast. Kona há vexti og fagurlega búin sat þarna inni í hægindastól. Þegar Gúnther og kona hans komu inn, stóð hún upp úr sæti sínu. Hún leit út fyrir að vera hér um bil þrjátíu ára gömul og var allblómleg. Höfuðið var í minna lagi. Ennið var eins og á grískri’gyðju og féllu niður á það dökkir lokkar. Augna- brýnnar voru lítið eitt bogadregnar, og augun dökkmórauð og fjörleg. Munnurinn lítill, en varirnar þykkar og rauðar. Nefið lítið og allur bar svipurinn vott um eigingirni og á- stríður. Konurnar horfðu hvor á aðra dálitla stund og hvor um sig skildi hvað í hinni bjó og þeim var báðum ljóst, að þær mundu alla æfi verða svarnir óvinir. Gúnther kynnti nú barónsekkjunni konu sína. »Eg held,« sagði hann glaðlega, >að það sé hlutverk mitt í þessum heimi að gera orð mín að engu með gerðum mínum.« »En ávextirnir af ósamkvæmninni milli orða yðar og gerða hafa aldrei áður verið svo miklir sem nú,« sagði barónsekkjan og horfði brosandi á Margrétu. Greifinn og hún fóru nú að tala saman og kom þá brátt í Ijós, að hún var vel máli farin. Fyrst töluðu þau um síðustu umræðurnar í ríkisþinginu og kosningarnar, sem fram áttu að fara þá um haustið, einnig um menn, sem þau þektu bæði. Margrét bar ekkert skyn á þau málefni og fékk aðeins tækifæri til að skjóta inn orði við og við. Ekki höfðu þau talað lengi saman, Gúnther og barónsekkjan, er Margrétu var orðið það ljóst, að þau voru mjög góðir vinir. Pað var enginn efi á því, að hér hafði honum fundist hann hafa átt heima í mörg ár. Mörgum ár- um áður en hann kyntist Margrétu, hafði hann sjálfsagt tekið að venja komur sínar hingað og hér hafði hann skemt sér svo vel, að kona hans hefði sjálfsagt aldrei séð hann jafnglað- an og ánægðan. í mörg ár hafði hann átt fast sæti þarna hjá arninum, og þær stundir voru margar, sem hann hafði setið hér á leyni- fundum hjá þessari fögru barónsekkju. Og barónsekkjan var í sannleika fögur og 2’

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.