Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 28
24
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
IV.
Hólmfríður svaf lítið um nóttina. Hún var
of harmþrungin til þess og of veik. Ró fann
hún hvergi neitt til, hvergi neinn sársauka eða
þrautir. En hún var undarlega þreytt og mátt-
lítil, eins og lífseldurinn væri að slokna.
Undir morguninn sofnaði hún stutta stund.
Regar hún vaknaði, var vinnukonan að koma á
fætur. Hún gekk inn til Hólmfríðar og spurði
um iíðan hennar. Henni ieið vel, var mátt-
iaus, en það mundi batna fljótlega. Hún bað
vinnukonuna að segja Hermanni, þegar hann
kæmi á fætur, að hún bæði hann að tala við
sig.
En það var komið langt fram á dag, þeg-
ar Hermann reis úr rehkju.
Hann leit út um gluggann og sá að veðrið
var Ijómandi fagurt.
vÚtreiðarveður í dag! Gott fyrir mig en
veira fyrir Sörla !«
Hann byrjaði að klæða sig letilega en
vandlega.
Þegar hann var hálfklæddur, kom vitinu-
konan með boð frá móður hans.
Hann kvaðst skyldu koma, en leit ekki
upp úr speglinum. Hann var að hnýta á sig
bindið, gjöf frá Hildi.
Vinnukonan stansaði í dyrunum. Hún bjóst
við, að Hermann mundi spyrja um líðan móð-
ur sinnar. En þegar ekkert varð af því fór
hún.
Er hann þóttist alklæddur gekk hann ofan
úr herbergi sínu og út. Gulur kom hlaupandi
móti honum með miklum fagnaðaðarlátutn, og
flaðraði með óhreinar Iappirnar upp á bringu
á honum.
»Hvaða helvítis óþverri ertu !« Hermann
sparkaði í hann, svo hann ýldi af sársauka.
Gulur hafði verið uppáhaldið hans, meðan
hann var heima, svo honum kom þetta ókunn-
uglega fyrir, Hann horfði stórum votum aug-
um á Hermann.
Pórður kom utan túnið í þessari andránni.
Hermann kallaði til hans: »Heyrðu Rórð-
ur: Sörli verður að vera kominn heim eftir
eina klukkustund.®
»Ætlarðu að sækja læknirinn til mömmu
þinnar?« spurði Pórður. Honum fanst það
líklegra, en að hann ætlaði í skemtiferð.
Hermanni féll allur ketill í eld, Pað hafði
honum ekki komið til hugar. Skyldi móðir
hans vera svo lasin, að þess væri þörf.
»Eg veit ekki,« ansaði hann að lokum. »Ef
henni sýnist.« Haiin vildi ógjarnan játa það,
að annað hefði verið augnamiðið með hest-
sókninni.
»SörIi er hérna upp í Teignum, og getur
verið kominn heim eftir stutta stund,« mælti
Pórður.
»Pað er gott,« ansaði Hermann, og snéri
við inn í húsið og til herbergis móður sinnar.
Pegar hann kom inn í herbergið stansaði
hann ósjálfrátt.
Oft og einatt hafði hann hugsað um það,
þegar hann var barn, hve móðir hans var oft
föl og þreytuleg. En aldrei hafði hann séð
hana svona föla. Pað var eins og dauðinn
sjálfur hefði lagt yfir hana nákalda hönd. Hún
snéri sér fram í rekkjunni, og flétturnar miklar
og mjallahvítar lágu ofan á sænginni.
»Góðan daginn, mamma! Hvaða ósköp
ertu föl!«
»Góðan daginn, barnið mitt. Eg er orðin
biðukolla, eins og sumir fíflarnir í túninu.« Hún
reyndi að brosa.
»Pér batnar bráðum, mantma, heldurðu það
ekki?«
»Það skulum við vona, ða minsta kosti.«
»Finst þér ekki réttast, að eg vitjaði lækn-
is?« spurði Hermann. Hann vildi verða fyrri
með þá uppástungu en Pórður,
»Nei, Hermann, ef mér getur ekki batnað
án þess að læknir sé sóttur, þá fæ eg ekki
bata.«
»Þá er eg að hugsa um að bregða mér
eitthvað hérna fram í dalinn á Sörla. Hvernig
líst þér á það, mamma ? Það er afbragðs veð-
ur, alveg óguðlegt að nota það ekki.«