Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 31
ÚR FJÖTRUNUM. 27 Hermann notaði ekki þetta leyfi strax. Hann var ekki nógu kaldur til þess. En hann var hissa á sjálfum sér. Hann, sem fyrir fáum dögum var forsprakki og Ieiðtogi félaga sinna á öllum samkomum og skemtiförum þeirra, hann sat nú þegjandi undir ræðum um sið- ferði og háleitar lifsskoðanir, og hann, sem jafn- an hafði tekið hverri viðvörunnarræðu frá kenn- urum sínum og Pórdísi með nístandi kulda eða sárbiturri hæðni, hann hlustaði nú á slíkt án þess að bera fyrir sig eitt einasta varnarorð. Hann þekti ekki til fulls kraft móðurástarinnar. Hann var ekki farinn að komast að raun um, að þó við lokum eyrunum fyrir aðvörunarrödd kennarans, prestsins, lögfræðingsins og jafnvei föðurins, þá á móðurröddin þann hljómgrunn í hjarta okkar, sem aldrei verður eyðilagður. Hermann sat þó ekki lengi svo hljóður og hugsandi. Eftir nokkra stund leit hann á móður sína. Hún var ekki neitt breytt, sami dauða- fölvinn, sama göfgin og blíðan í svipnum. Hann tók hönd hennar og spurði: »Ertu nokkuð lakari, mamma?« »Nei, nei. Rað er þetla sama máttleysi, en eg vona að eg styrkist bráðum.® »Eg ætla að ganga út sem snöggvast, eg kem fljótlega aftur.* »Rú þarfl ekki að flýta þér mín vegna, Hermann.* Hann þrýsti hönd móður sinnar og gekk út. Sörli stóð með hnakk og beizli fram á hlað- inu og krafsaði moldina. -Sólin helti geislaflóði yfir skrúðgrænan dal- inn. Fuglasöngur ómaði alt í kring. Blómin vögguðu sér í þýðum andvaranum, og elfar- niðurinn fylti loftið þungum titrandi ómi. Al- staðar var gleði og frið að sjá, eins og menn og skepnur horfðu hugfangin á dýrð og unað þessa sumardags. Hermann sá þetta og fann. En það hafði alt önnur áhrif á hann en aðra. Svona gott og fagurt veður mátti ekki láta ónotað til þess að skemta sér. Nú var veður til að fá sér sprett á góðum reiðskjóta. Og Sörli þarna reiðtýgjaður! Ekkert nema að stíga á bak! En móðir hans veik í rúminu ? Hann mátti ekki yfirgefa hana. Og þó gat hann ekkert gert til þess að henni liði betur. Hvað var þá betra að sitja með Ieiðindum heima? Auk þess yrði ef til vill langt þangað til annað eins veður kæmi. Og Sörli! Frísandi og krafsandi, vöðvastæltur og spegilgljáandi. Var það ekki rétt eins og hann væri að storka manni? Nei, svona tækifæri mátti ekki láta ónotað. Hann stökk upp í herbergi sitt eftir húfu og svipu. Hann stansaði á leiðinni niður. Var- þetta rétt gert af honum ? Hann sagði þó við móður sína, að hann ætlaði að koma um leið aftur. Nú versnaði henni ef til vill, ef hann færi. Hann snéri við aftur upp í herbergið. En honum var ómögulegt að leggja frá sér húfuna og svipuna: Rað var eins og sú fyrri krefðist þess, að hún væri borin út í, sumar- loftið, og hin síðari að þjóta og hvína í sveifl- um og bogum yfir sívölum skrokknum á Sörla. Hann gekk út að glugganum. Flatirnar suður undan Felli blöstu við honum rennisléttar. Ekki sakaði það, þótt hann tæki einn sprett, einn einasta, og heim um leið aftur, rétt að eins til þess að narra ekki Sörla heim. Hann vatt sér við ofan og á bak í hendingskasti. Sörli stiklaði um hlaðið méðan hann var að ná taumhaldinu og komast í ístöðin, en þegar hann fékk taumana lausa, reis hann upp að framan, spyrnti afturhófunum í og tók sprett- inn suður úr hlaðinu, svo mold og möl þyrl- aðist hátt upp í loftið og söng undir í húsinu. Hólmfríður heyrði hófatakið og þekti til- þrifin og vissi hver reið úr hlaði. Rungt and- varp steig frá brjósti hennar eins og stuna dey- andi manns. Hún starði þurrum augum út í herbergið, en hjartað grét blóðugum tárum. V. Rið var komið undirkvöld, þegar Herniann kom heim aftur. Hann hafði gleymt sér. í fyrstu hafði hann aðeins ætlað að fara dálíítinn sprett 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.