Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 33
ÚR FJÖTRUNUM.
29
með fyrirlitningu, honum hafði ekki verið nóg
að særa og kvelja manneskjurnar, og þær mest>
sem unnu honum heitast, heldur hafði hann
líka þurft að níðast á og meiða veslings kvik-
indin.
Ekki hafði hann hugsað eina einuslu hugs-
un, ekki unnið eitt einasta verk, sem hafði verið
af góðum toga spunnið eða stutt að nokkru
góðu og þörfu. Heilum þrem árum hafði
hann eytt í munað og slark, bezta hluta æfi
sinnar hafði hann fleygt í botnlaust ólifjana
djúp, í heimsku sinni hafði hann þambað hvern
bikarinn á fætur öðrum, og drukkið í hel
starfsþrek sitt og löngun til að vinna.
En hvað hefði það verið, ef hann hefði
þar einn átt hlut að máli. Nei, móður sinni,
sem elskaði hann meira en lífið í brjósti ,sér,
hafði hann stytt lífdagana, eftir að hafa kvalið
og pínt hana með framferði sínu.
Honum fanst að aldrei mundi nokkur mað-
ur hafa brugðist eins svívirðilega trausti móð-
ur sinnar, eins og hann nú hafði gert. Eng-
inn mundi fyr eða síðar hsfa níðst eins á helgustu
og dýrustu vonum beirrar manneskju, sem
mest og best hefði fyrir hann gert. Enginn
maður mundi nokkurntíma hafa fótum troðið
lífsstarf annars manns jafnfyrirlitlega eins og
hann hefði nu gert við starf móður sinnar.
Nú fyrst skildi hann hvað móðir hans átti
við, þegar hún talaði um þjófana.
Hve mikils virði var sá kraftur og tími,
sem hann var búinn að eyða frá sjálfum sér
landinu sínu, allri lífsheildinni ? Var nokkur
jafngamall honum búinn að stela eins miklu
úr sjóði lífsins og þroskans? Hafði nokkur
maður farið eins óguðlega með pund sitt eins
og hann ?
Engar sálarkvalir eru eins vóðalegar og
samvizkubitið. Ekkert er jafnlamandi, ekkert
eins biturt, og ekkert sem málar afglöp manns
og afleiðingar þeirra jafnhræðilega eins og sam-
vizkan. Hún er líka eina refsinornin, sem ó-
mögulegt er að forðast. Vér getum flúið
undan öllam ytri röddum, sem okkur finst
segja of skarplega lil syndanna, og við getum
dregið okkur frá þeim syndum, sem minn
okkur á það, sem við kunnum að hafa unnið
til saka, en við þöggum aldrei rödd okkar
eigin samvizku, þegar hún rís upp í almætti
sínu, og við flýjum aldrei þær sýnir, sem vor
eigin hugur bregður upp fyrir okkur með
bálstöfum ásakananna. Hvert sem við förum og
hvað sem- við gerurn, drynur þessi hrópandi
rödd í eyrum okkar, og lætur okkur aldrei í
friði eða ró fyr en við höfum bætt fyrir mis-
fellurnar að fullu.
í þessum eldi stóð nú Hermann.
Samvizkan kastaði hverri ásökuninni annari
þyngri á hann. Hann reyndi ekkert til þess
að fegra málstað sinn eða draga úr því, að
hann ætti sök á dauða móður siunar. Lát
hennar hafði gengið honum of nærri hjarta
til þess. En honum ægði við því að verða
að játa það, að þennan atburð — dauða móð-
ur hans — og engan minni hefði þurft til þess
að opna á honum augun, svo þungum og
djúpum svefni hafði hann sofið. En hann
sannfærðist altaf betur og betur um það , því
lengur sem hann hugsaði um líf sitt þessi ár,
sem hann dvaldi í skólanum, að þessa fórn
hefði orðið að leysa af hendi til þess að
svifta af honum fjötrunum. Líf sitt hafði móðir
hans orðið að gjalda til þess að bjarga syni
hennar úr greipunum, sem voru að kreista
hann til dauða og slíta sundur hverja einustu
ærutaug í honum.
Eftir því sem hann hugsaði lengur um þetta,
fyltist hann svo djúpri lotningu og ást til
móður sinnar, að öll sú elska og virðing, sem
hann bar fyrir móður sinni meðan hann var
heima, blossaði nú upp margfalt hærri og heit-
ari en áður.
Og í Ijóma þessarar ástar og virðmgar laug-
aði sál Hermanns sig hreina af öllum þeim
sora, sem við hana hafði ioðað, og með þeim
krafti sem það veitti honum, sprengdi hann af
sér böndin, sem reyrt höfðu hann við þessi
síðustu ár. í loga þessarar lotningar brendi
hann af sér haminn, sem hana hafði borið
þessi þrjú úr, og reis upp úr sínum eigin