Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 36
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Rjónninn kom svo til að vísa Ellimor til veika mannsins. Hún smeygði yfir sig hvítum hjúkr- unarkjól og fylgdi honum svo inn í bókaher- bergið. Hún kom inn í stórt herbergi, þar sem hátt var til loftsins. Kom hún þegar auga á tvo rauðaviðarbókaskápa og voru í þeim raðir af Ijómandi vel innbundnum bókum, en það leit ekki út fyrir að mikið hefði verið lesið í þeim. í miðju herberginu stóð stórt borð hlaðið með blöðum og tímaritum. Kringum það stóðu nokk- rir skinnsetustólar. Ellimor sá að þetta var yngismannsheimili, sem hún var komin í, enda minti þetta her- bergi á klúbbsal ungra manna. Stúlkan hafði gengið léttilega eftir þykkri ábreidu á ganginum, svo ekkert fótatak heyrð- ist og hún hafði með hægð lokið upp dyrun- um, en sjúklingurinn mun þó hafa heyrt til hennar, því jafnskjótt og hún steig yfir þrep- skjöldinn heyrðist mannsrödd úr hinum enda herbergisins, hörð og óstillingarleg: »Nú, hver er þar ?« Ellimor hélt áfram inn í herbergið og svar- aði: »Rað er ungfrú Neilston, hin nýja hjúkr- unarkona.* »Svoleiðis,« muldraði hann. »Leitið þá að nýjasta blaðinu þarna á borðinu og lesið hátt fyrir mig kauphallarskýrslurnar.« aRetta voru engar alúðar viðtökur, en hún fann þegar morgunblaðið. Hún hafði ekki séð framan í sjúklinginn, því hann sneri baki að henni og sat í svo djúpum stól, að hann nær því huldi manninn allan. »Gjörið svo vel að láta ekki skrjá í blöð- unum meira en nauðsynlegt er,« sagðí hann. Heyrn mín er orðin svo næm, að eg þoli illa alt þrusk.« Röddin var nú mýkri, og það var hreimur í henni, sem heni fanst hún kannast við. Hún gekk þá til hans og horfði beint framan í hann. Hún þekti hann þegar þrátt fyrir augna- bindið. Þetta var maðurinn, sem hún hataði. Ressu andliti hafði hún ekki getað gleymt. Atburðirnir við slysið stóðu henni þegar fyrir hugskotssjónum. Hún sjálf og Judy höfðu verið við vegjaðarinn að tína blóm, þegar hinn stóri mótorvagn tók sveifluna út af veg- inum. Hún heyrði hljóð systur sinnar, og sá þetta vélaskrímsli reka sig á hana og varpa henni til hliðar, og lieyrði þetta urgandi hljóð í stillinum. Regar hún beygði sig yfir Judy sá hún mann koma hlaupandi frá vagninum. Hún lést ekki sjá hann, fyr en hún hafði sannfært sig um að Judy var Iifandi. Þegar hún sá að svo var, snéri hún sér að bonum og las hon- um pistilinn. Sagði honum að hann væri hugsunarlaus óþokki og þetta, sem hann gerði af skeytingarleysi og glannaskap og sér til gamans, væri svívirðilegur glæpur, verri en að vcga mann í bræði. Hann skyldi snáfa á brott, hún vildi enga hjálp af honum þiggja, vildi ekki hlusta á hann eða þekkja nafn hans. Hann hafði staðið þegjandi og sem steini lostinn meðan hún helti yfir hann verstu skömmum og hímdi eftir, þegar hún tók Judy í fang sér og hljóp með hana til næsta húss. III. »Nú, nú, hversvegna byrjið þér ekki að Iesa?« sagði sjúklingurinn með ákefð. »Eg skal þegar byrja,« svaraði hún með hægð, og varð að þvinga sig mjög til að láta ekki bera á þeirri geðshræringu, sem hún var komin í. Hún fletti sundur blaðinu og fór að lesa, en á meðan hún annarshugar þuldi skrána um verðlag verðbréfa á kauphöllinni, var hún að brjóta heitann um ýmislegt annað. »Hvað það var undarlegt, að þetta skyldi koma fyrir, að forlögin höfðu stefnt henni ein- mitl á þetta. heimili. Mundi hún geta verið þar? mundi hún halda það út daga og vikur að umgangast og stjana við þennan mann, sem hún hataði. Fyrir lítilli stundu hafði hún ósk- að þess, að hann fengi að Iíða tíu sinnum meira en systir hennar varð að þola fyrir ó- varkárni hans. Nú fékk hún tækifæri til að hefna sín, ef hún vildi. Við þessa hugsun hætti hún að lesa.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.