Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 39
ENDURGJALDIÐ. 35 sagði hann svo. »En hversvegna hatið þér mig ungfrú Neilston?* »Eg hata yður?* stamaði hún. »Pér getið ekki neitað því« sagði hann stilli- lega. »Að minnsta kosti eigi því, að þér hafið gert það. Hver er orsökin?* j>Eg — — eg — — eg — —« stamaði hún. »Komið bara með ástæðuna, verið ekki hræddar* sagði hann blíðlega. »Eg á — litla — systur. — Hún er krypp- lingur —. « Hann beið eftir að hún segði meira, en hún gat það ekki. »En í hvaða sambandi — ?« sagði hann en þagnaði svo. Síminn hringdi og Ellimor gekk að borð- inu. Hún var farinn að rata í myrkrinu um herbergið. »Ert það þú Ellimor« var sagt í símanum. Hún þekti rödd móður sinnar. »Hvernig líður þér?« »Jú — mér líður vel« stamaði hún. Hún hafði mjög sjaldan komið heim þessa fjórtán daga, sem hún hafði dvalið í húsi Kemps. »Eg hefi góð tíðindi að segja þér,« sagði móðir hennar. »Er það eitthvað um Judy?« »Já góða mín, doktor Green segist hafa fundið orsök þess, að henni hefir eigi getað batnað, og geta nú læknað hana til fullnustu. Við vildum ekki segja þér frá þessu fyr en hann var oróinn viss um að geta gert hana jafngóða.« Með niðurbældu ópi lagði Ellimor heyrn- artólið frá sér. Ressi gleðitíðindi höfðu ákaf- lega mikil áhrif á hana. Rað var ekki einasta gleðin yfir bata systur hennar sem höfðu áhrif á hana, heldur fann hún til þess með miklum fögnuði, að Guð hafði endurgoldið henni það að hún hafi bælt niður og unnið sigur á hatri sínu til Kemps. Afleiðingin var ótvíræð. Hún mundi aldrei hata hann framar. Hún snéri sér aftur að stólnum, þar sem hann sat og hvíslaði með miklnm fögnuðir »Systir mín fær heilsuna aftur, blessað barnið, skiljið þér það, en hvað Guð ergóður.« Hann greip fast um handlegg stúlkunnar og sagði með ákefð: »Hver eruð þér, eg vil fá að vita það óð- ara« og um leið varð bjart í herberginu. Kemp hafði snúið hananum frá rafleiðslunni svo rafljósið lýsti um herbergið. Hann horfði framan í stúlkuna, en Ijósið hvarf eins snögg- lega og það hafði komið. »Nú veiteg það, veit líkaað eg elska yður,« hrópaði hann. Hann slepti handlegg hennar og hún skjögr- aði út úr herberginu inn í Iestrarherbergið. Hún dró andann þyngslalega. Ein hugs- un gagntók hana þegar; hún varð að fara það- an þegar, fara þaðan alfarin. Hún hraðaði sér út í fordyrið og hringdi símanum þar og bað um doktor Belgrave, Hún stóð sem á nálum meðan hún beið aftir honum Loksins svaraði hann. »Herra doktor, Kemp hefir hleypt inn til sín rafljósi Iitla stund« sagði hún. »Nú jæja, það skaðar hann varla héðan af, en því gerði hann þetta?« »Hum — hann vildi sjá,« sagði hún og og henni heyrðist læknirinn hlæja. Og hún sagði svo mjög fljótmælt. »Herra Iæknir, eg er á förum héðan alfarinn, svo þér verðið að senda hingað aðra hjúkrunarkonu, því eg erá Ieiðinni út úr húsi Kemps.« Hún hengdi upp heyrnartólið, kallaði á þjónin og sagði honum að vera hjá húsbónda sínum þangað til læknirinn kæmi, svo hljóp hún upp í herbergi sitt, fór í kápu sína utan yfir hvíta kjólinn og hraðaði sér sem mest heim til sín. VI. Rað var liðin vika. Ellimor var stöðugt heima og var mjög hamingjusöm yfir bata syst- ur sinnar. F*ó var gieði hénnar eigi óblönduð Hún hafði ekkert heyrt af Kemp síðan hún 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.