Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Side 40
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. flýði úr húsi hans. Hún gat eigi gleymt hon- um eða hans síðustu orðum. Hann hafði sagst elska hana — Roger Kemps elskaði hana, var það mögulegl. ? Hún reyndi að hrynda þessari hugsun frá sér en gat það ekki. Svo kom pósturinn með bréf til hennar eitt kvöldið. Hún -vissi óðara að það mundi vera frá honum og hún fór afsíðis til að lesa það. Rað var ritað með fastri og greinilegri karlmannshönd. sEllimor, það var ekki áform mitt að gera yður hrædda.« (Hann hafði þá fengið að vita nafn henn- ar. ) »Eg hefi fengið þá skrópu, sem var holl fyrir mig. Augu mín voru ekki eins veik og læknirinn sagði okkur þótt nokkur hætta væri á ferðum, og Belgrave — hrekkjalómurinn hélt eg hefði gott af því að hlýða. Og líklega hefi eg haft gottaf að sitja í myrkrastofu nokk- rar vikur, og best af öllu var að fá að kynn- ast yð.ur, Ellimor. Og þú verður að síma til mín og segja að eg megi koma til þín — nú 'þegar. Rað var ekki áform mitt að hræða yður, en það sem eg sagði, var satt nú og verður það alla mína æfi.« Hún þrýsti bréfinu að brjósti sér og tár komu fram í augu hennar. Hún stóð sem steini lostin litla stund; svo læddist hún að sím- anum. ( Endir,) -$-D(Í)G-4-- Lííið eftir dauðann. Rýtt hefur Sig. Kristófer Pétursson. 1. Vita menn nokkuð með vissu? Öllum mönnum ætti að vera það hið mesta kappsmál að ganga úr skugga um, hvort til sé líf eftir daúðann. Og það er ekki aðeins vegna þess, að eitt sinn skal hver deyja, heldur miklu fremur fyrir það, að varla er nokkur sá maður kominn svo til vits og ára, sem hefur ekki ein- hverntíma mist — sem kallað er — vin eða vandamann inn um dauðans hlið. Ef hægt er að fá nokkra vitneskju um lífið eftir dauðann er ekki nema ósköp eðlilegt, að mönnum sé það allmikið áhugamál. En mörgum manni verður fyrst að orði, er hann sér bók með þessu eða þvílíku heiti: »Ja, ætli menn viti nokkuð um lífið eftir dauð- ann?« Trúarbrögðin hafa haldið fram all sund- urleitum kenningum um Iífið hinumegin grafar. En jafnve! heit-trúuðustu mennirnir virðast ekki leggja mikinn trúnað á þær kenningar. Rað sést einna ljósast á því, að þeir tala iðulega um dauðann sem hinn mikla sóvin« og skoða hann sem hinn ægilegasta leyndardóm. Auðvitað tala þeir jafnframt um, að ástvinir þeirra séu »sofn- aðir« í Kristi; en eftir öllum útfararsiðum að dæma verður ekki séð, að þeiin sé svefn sá mikið fagnaðarefni, því að alt sem að greftr- uninni lýtur, miðar til þess að sýna, að mikla sorg og ógæfu hafi að höndum borið. Slík ósamkvæmni og hugsanareykur er oss illur arf- ur, sem vér höfum fengið frá undangengnum kynslóðum. En vér erum nú einu sinni orðnir svo vanir hinum harmæsandi útfararsiðum, að vér eigum erfitt með að sjá, hversu afkáralegir þeir eru og ósamboðnir vorum tímum. í forn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.