Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 44
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fyrir því, hversu hin líkamlega sjón vor er afar ófullkomin. Vér Iifum sem sé í heimi,sem vér sjáum ekki nema örlítið brot af, eða með öðrum orðum: sjáum aðeins tiltölulega örfáa hluti af öllu því, sem er í þessum jarðneska heirni vorum. Vísindin segja oss skýrt og skorinort að til séu óteljandi lifandi smávaxnar verur til dæmis gerlar og annað því um líkt, sem eru smærri en svo, að augu vor geti greint þær. Og þó stoðar ekki aj3 láta eins og þessar verur séu ekki til. Vér verðum að kosta kapps um að afla oss þekkingar á eðli þeirra og lífsskil- yrðum, því að undir þeim er komin heilsa vor og jafnvel líf vort hér í heimi. En skynjun vor er einnig takmörkuð að öðru leyti. Vér getum til dæmis ekki séð loftið sem vér öndum að oss og umhverfis oss er. Skilningarvit vor veita oss enga vitneskju um það, nema þegar það er í hreyfingu og vér verðum fyrir þrýstingu af því. Og þó er í því fólgið slíkt heljarafl, að það getur fært stærstu hafskip í kaf og feykt um stórhýsum. Vér þurfum því ekki langt að leita til þess að ganga úr skugga um, að til eru hlutir og öfl, sem dyljast augum vorum. Og vér verðurn að varast þá alt cf almennu villu að telja sjálfum oss trú um, að það sem vér sjáum, er alt og sumt sem til er. Rað mætti til sanns vegar færa að segja, að meðvitund vor, það er að segja vér sjálfir, séum lokaðir inni í húsi með örfá- um gluggum á, og gluggarnir á húsinu því eru skilningarvitin. Vér getum því horft í nokkr- ar áttir, en svo eru aðrar sem vér sjáum ekki í og vitum því ekki hvað gerist á þeim svæð- um, sem liggja fyrir utan, ofan eða neðan skynj- unarsvið þessara líkamlegu skilningarvita. Skynj- un sú, sem vér nefnum dulskygni eða sálarsjón, opna» oss nýtt skynjunarsvið, svo að vér sjáum yfir meira svæði af umhverfinu Og þegar menn verða dulskygnir, virðist þeim sem þeir sjái inn í nýjan heim, en sannleikurinn er sá, að þeir sjá aðeins meira af því, sem er og gerist í þess- um gamla heimi. En þennan ósýnilega hluta hans nefnum vér venjulegast annan heim eða annað tilverustig. Og hvað mundum vér sjá, ef vér litum inn í þennan nýja heim? Vér skulum nú gera ráð fyrir að einhver vinur vor væri nú alt í einu horfinn inn í sálaijieima. Hvað mundi þá helzt vekja athygli hans? Fljótt á litið sýndist hon- um alt vera eins og hann hafði vanist því í þessum heimi. Hann yrði ekki var við neinar stórvægilegar breytingar á neinu. Og vér skul- um nú athuga hvernig á því stendur, að menn verða ekki undir eins varir við mikilvægar breyt- ingar, er þeir flytjast yfir á hið annað tilveru- stig. Vér getum þó ekki gefið hér fullnaðar- skýringaj, því til þess þyrfti að rita allýtarlega um sálarheima eðlisfræði. Alt efni sálarheima greinist í mismunandi þéttleikastig, eins og efni þessa heims. I5ar af leiðandi er í þeim það, sem kalla mætti föst, fljótandi og loftkend efni. Og allar efnistegundir æðri heima standa í nánu sambandi við samsvarandi efnistegundir þessa heims. Par af leiðandi mundi vinur vor horfa á stofuþilin í herberginu, sem hann skildi við í og sömuleiðis sjá þar húsgögnin. Auðvitað sæi hann ekki hinar jarðnesku efnistegundir þessara hluta, heldur efnistegundir þær, sem tilheyra sálarheimum og eru í þessum hlutum; þær móta einskonar eftirmyndir af hinum jarðnesku hlut- um, og að sínu Ieyti eins og vatn í vatnsfyltum þvottasvampi hefursömu lögun og hann. En ef vinur vor athugaði hlutina vel og vandlega, mundi hann sjá frumagnirnar í þeim á hraðri og sýni- legri hreyfingu í staðinn fyrir ósýnilega hreyf- ingu í jarðneskum hlutum. En þeir menn eru tiltölulega fáir, sem athuga það vel og vand- Iega, sem þeir sjá, og því er það, að margur maður áttar sig ekki þegar eftir dauðann, að nokkur breyting hafi orðið á högum hans. Þeg- ar hann fer að svipast um, sér hann sama her- bergið, sein hann var í og þá sem hann hef- ur ef til vill elskað og standa nú við banabeð hans. Menn hafa sem sé sálarlíkama í lifanda lífi, og látinn rnaður sér sálarlíkama þeirra, þótt hann hafi mist sjónar á hinum jarðneska líkama þeirra. En smátt og sinátt kemst hann þó að því, að einhver gagnger breyling hefur á hon- um orðið. Til dæmis kemst hann að raun, um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.