Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 46
42
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hennar bytnar mest á manninum, sem búast niá
við, enda er hún hrædd um hann í tilbót. En
Þórður — svo heitir maðurinn — er getinn
fyrir bækur og ritstörf, og leitar sér fróunar í
því þegar hann á einhverja frístund. Hann
snýr sér að trúmálum, og heldur fyrirlestur um
þau, og þó að fyrirlestur hans sé heldur léleg-
ur og lítt hugsaður, verður þetta þó til þess,
að kaupmaðurinn og fólkið þarna í kaupstað-
arholunni snýst á móti honum. Hann hafði
reynt líka að koma á samtökum meðal verka-
manna í þorpinu, og bætti það ekki um. Hann
fær ekki vinnu, og svo á hann enga björg í
kofanum, og enginn vill hjálpa honum. Alt
verður til að gera honum lífið óþolandi. Hann
ranglar svo út með fjöru í ráðleysu, hungraður
magur og hugstola, blotnar í fæturna, fer heim,
veikist og deyr. Pað er svo margt í sögu
þessari svo átakanlega satt og rétt, að það er
eins og upplifað, en margt af því hefð þurft
að færast betur út en gert er. Yfirleitt tekur
þetta kver talsvert fram hinu fyrra, og er þess
vert, að eptir því sé tekið.
Rrjú kvæðakver hafa komið Kv.v. fyrir
augu, sem prentuð hafa verið í haust og vet-
ur. Rað sannar um það, sem þær hafa sagt
fyrri, að það ryðst ofmikið inn á bókamarkað
vorn af þessum Ijóðakveðskap. Við höfum nú
um langan aldur átt svo margt af ágætum ljóð-
skáldum, og eigum enn, að nú orðið á ekki
erindi inn á markaðinn annað en það sem er
verulega gott og veigamikið. Hitt hverfur hjá,
og er ekki nema kostnaðarauki fyrir úlgefanda
og þjóð, að vera að gefa það út. Það er
hvort ið er ekki nema eftirhljómur af því, sem
aðrir eru búnir að segja á undan, og sumt
margoft. Kver þessi, sem hér koma til greina,
eru:
1. Ljóð og sögur eftir Axel Thorsteinson.
2. Rúnir eftir Magnús Gíslason, og
3. Ljóð eftir Gísla Ólafsson.
Ljóð og sögur Axels Thorsteinsonar —
hann er sonur Steingríms Th. og bráðungur
maður — eru lagleg, en ekki meira. Kvæðin
eru lipurt kveðin, en eru æði einhæf að efni;
nærfelt tóm ástakvæði, og kennir þar mest sorg-
arinnar og vonbrigðanna, sem verða mörgum
ungum mönnum syo tilfinnanleg, að þau reka
þá á bak Pegasus til þess að létta af sér með
eium eða tveimur sprettum. Sögurnar aftan
við eru betri en kvæðin, tilþrifameiri og taka
líka dýpra á. Pað eru tilraunir til að kafa djúpt
inn í sálar — eða öllu heldur tilfinningalíf
manna þeirra, sem um er að ræða, og það
tekst sumstaðar furðu vel. Efnið er að vísu
víðast hvar lítið, enda eru sögurnar stuttar en
alstaðar vel með farið. Einna sterkast tekið á
efninu í »Forherðing« en tæplega útfærteins og
skyldi. Heldur er unglingsbragur á öllu kver-
inu, og líklegast að höf. hefði kastað ýmsu í
blaðakörfuna að 5 árum liðnum, ef þá ætti að
gefa það út. En það leynir sér ekki, að mað-
urinn er efni í skáld, og það í góðskáld, þeg-
ar hann þroskast betur, og þegar hann losast
út úr tilfinningahringiðu æskumannsins.
Runir Magnúsar Gíslasonar eru 46 smá-
kvæði ýmislegs efnis. Mörg af þeim, og eg
held flest, eru þau laglega ort, án nokkurra til-
þrifa, og ekki gat eg fundið þar neina hugs-
un, sem eg kannaðist ekki við áður, þó hún
hafi verið sögð öðruvísi. Kraft vantar til að segja
nokkuð sem kemur flatt upp á mann. Honum
er ofviða að yrkja um ófriðinn mikla, getur
ekki komist ofan á að finna þessar skerandi
mótsetningar, sem ófriðurinn leiðir í Ijós. Sumt
er aftur mjög laglega sagt t. d. vísurnar til
Torfa í Ólafsdal. Og það má hann eiga, og
vera sagt til hóls, að alt sem hann kveður er
blátt áfram, Ijóst og lipurt, alveg laust við þetta
hlægilega tildur af dularfullum orðum og hálf-
sögðum hugsunum, sem sum ungu skáldin
temja sér nú, botna ekkert í sjálf, en halda að
sé ótvírætt merki upp á sannan skáldskap, og
stæla Einar Benediktsson og Stefán G. Stephán-
son í líf og blóð. Pað má vera þeim fari
það vel, en það eru ekki öllum sniðnar þeirra
flíkur. Og eitt er víst, að Hannes Hafstein þarf
ekki þeirra flíka við til að vera langfremstur nú-
verandi skálda vorra, enda notar hann þær ekki.