Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 50
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Veðra þyngist byrstur blær. Bárur springa’ og rísa. Grænlendingur greipum slær Grundu kringum ísa. Frek er þróun frosts og stríðs á fölvu snjóa setri : Rorri hjó á lífið lýðs, lítið er Góa betri. Haustið áður hafði hann kveðið þetta: Blómin hrynja blund í sjúk, brim við drynja strendur. Nú er kynja frost og fjúk, féð í brynjum stendur. Rá tilsvörun þekki eg þjóð sem gjörir hæfa: oft eru kjörin undarleg og á förum gæfa. Og þessa alkunnu vísu kvað Baldvin um Gönguskörð, þar sem hann dvaldi um langt skeið æfi sinnar: Dal í þröngum drífa stíf Dynur á svöngum hjörðum. Nú er öngvum ofgott líf upp í Gönguskörðum. Um stúlku, er sofnaði í búri, orti Baldvin þessa stöku: Hún er bara af vökum veik, á viti hjarir linu. Sofnaði marar elda eik Upp með kjaraldinu. Eftirfarandi vísur orti Baldvin um sjálfan sig: Rrengjast kjörin mjög að mér, mæðast gjörir lundin. Eg er snörum heimsins hér hreint óvörum bundinn. * * * Lamaður, bundinn Iymskuhring, ligg á stundum grúfu heimsins undir óvirðing úti’ á hundaþúfu. Fyrir saka settan dóm sælu slakar vonum. Hugarakurs blikna blóm böls í hrakviðronum. Hart mitt náir hjarta slá. harmar þá upp vekjast. Eins og strá fyr straumi blá stundum má eg hrekjast. Er lán breytt í ófögnuð; óláns steytti’ á skeri. Eg er þreyttur, það veit guð, þó ei neitt á beri. Æfin þrýtur einskis nýt; eignast lítinn seiminn. Á blágrýti eg ganga hlýt gegnum vítis heiminn. * * * Mörg er hvötin mótlætis; mín er glötuð kæti: Eg á götum gjálífis gekk ólötum fæti. Bætur varla verða’ á því, — værðir allar dvína — Eg er fallinn forsmán í fyrir galla mína. * * * Andans hækkar huggunin, harms af stækkun skorinn, Óðum lækkar lífssólin, . lúa fækka sporin. Mér hefur fundist fátt í hag falla lundu minni. Kveð eg stundar kaldan dag, Komið er undir sólarlag. Linnir aldurs leiði stirt lífs um kalda sjáinn, grafartjald þá geysimyrkt geymir Baldvin dáinn. Vísur þessar fela í sér skoðun Baldvins á lífinu; ýmsir álösuðu honum og kendu honum sjálfum um ólánið, en sízt niun það hafa breytt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.