Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Page 51
LAUSAVÍSUBÁLKUR. 47 áliti hans sjálfs. Rótt hann varaðist að beita menn níðkveðni munu honum hafa hrotið fáeinarstök- nr af því tægi, eins og þessi um ónafngreind- an mann, sem neitaði Baldvin um lítilsháttar lán: Oft má hroka svipinn sjá á sjóla okurs prúðum. Dygðin þokast fögur frá fúlum Lokabúðum. Og enn: Faktors þjónar fylla glös, færist tjónið svínum; hér er dóna drukkin ös dimm fyrir sjónum mínum. Og þéssi staka er alkunn orðin: Mist hefur sjónir miskunar, maura dónast veginn. Nettur þjóninn nískunnar. nær í krónugreyin. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af kveðskap Baldvins. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi gert nein löng kvæði, heldur kastað fram einstökum vísum í svipuðum stíl og hér er frá sagt. 3éra Hallgrímur Thorlacius, sem nú er prest- ur í Glaumbæ, var í skóla, þegar Baldvin and- aðist. Nokkru áður en Hallgrímur frétti lát hans, dreymdi hann að Baldvin kæmi til sín og kvæði vísu þessa: Eru læknuð öll mín sár. engar nauðir þvinga. Nú er Baldvin bleikur nár, Bragi Skagfirðinga.1) Jónas Jónsson, sem bjó á Dýrfinnustöðum og síðar á Hofdölum, þótti gott tækifærisskáld. Hann var gáfaður og skemtinn maður en talinu drykkfeldur. Jónas dó um síðustu aldamót. Nöfn manna batt hann oft í vísum, og skrifaði utan á bréf. Þóttu sumar gerðar snildar- vel. Einhverju sinni sendi hann bréf með þess- ari utanáskrift: ’) Sjá Þjóðsögur O. B. bls. 28. Meistari hælis1, MJölni2 bar, merghús8 Þjaza nauðir jók. Heyjabælir,4 hraunklettar6 Haugagras6 á Sauðárkrók. !) Hæli = hús; meistari húss = timbursmiður. 2) Mjölni bar = Þórr. 3) Þjaza merghús = jötuns bein = steinn 4) heyjabælir = sig (á heyjum). 5) hraunklettar = urð-s. 6) hauga- gras = arfi, (hér) = sonur. Þ. e.: Timbursmiður Þorsteinn Sigurðsson Sauðárkrók. í öðru sinni sendi hann kunningja sínum bréf og skrifaði utan á þessa vísu: Græðir þing og gersemar gautur hringa mæri; útlendingur alstaðar alinn stingverkfæri. Þ. e. = Erlendur Pálsson, Pétur hét maður, hann var Jónsson og átti heima í Réltarholti, Hann reri oft til sjóar. Voru þeir Jónas kunnugir, og seint að vetri einum kvað Pétur Ijóðabréf til Jónasar. Par í var þessi vísa: Heima bind ei blíða ró, burtu hrindist friður. Fæ eg yndi út við sjó eisu linda viður. Jónas kvað aftur til Péturs: Finst mér boði blíðumorð, bana skoðum vegu, þegar gnoðar berja borð, bylgjur voðalegu. Vorið eftir drukknaði Pétur á Skagafirði. Pessi fallega morgunvísa er eftir Jónas: Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggans úða. Fjólan vaggar kolli kát, klædd úr daggar skrúða. Einhvérju sinni var Jónas »við skáU sem oftar og mælti þá fram þessar vísur:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.