Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 43
SÍMON DAL 35 eg sá Carford í dyragættinni á leið inn til okkar. Áður en hann fengi tíma til að koma upp orði, hrópaði Barbara: »Lá- varður minn, mr. Dal hefir sagt mér fréttir, sem yður mun þykja gaman að heyra«. »Svo — hvað er það?« spurði hann. »Hann hefir beðið konunginn leyfis til að afsala sér stöðunni. Eruð þér ekki öldungis forviða?« Hann leit á hana, og svo á mig og svo aftur á hana. — Hann var í klípu, eg vissi það, því hann hafði vitað um fyrirætlun mína. Hann varð að herða sig upp til að geta svarað henni eins og ekkei-t væri: »Nei, eg veit það -—■ og eg get ekki nógsamlega lofað staðfestu mr. Dals; en eg gleymdi alveg að geta um það við yður«. »Það var merkilegt, að yð- ur skyldi ekki detta það í hug áðan, þeg- ar við einmitt vorum að furða okkur á, að mr. Dal gæti fengið sig til að taka við þessum metorðum undir slíkum kringum- stæðum«. Hún horfði stöðugt á hann og storkunarbros lék um varir hennar. Það varð dálítil þögn. »Eg er viss um að eg hefði munað eftir því, ef við hefðum ekki rétt í því breytt um umtalsefni«, mælti hann að lokum fremur ólundarlega. En svo breytti hann um róm og bætti við: »Eg kom annars til að spyrja, hvort þið vilduð ekki koma inn til okkar?« »Það fer ágætlega um mig hérna«, svaraði hún. Hann beið nokkur augnablik eins og í ó- vissu, svo hneigði hann sig þegjandi og yfirgaf okkur. Hann leit fremur ófrýni- lega til mín, og eg er viss um, að hann rneð mestu ánægju mundi hafa byrjað nýja deilu við mig, ef eg hefði gefið hon- um nokkurt tilefni til þess. En mér fanst vissast að láta sár það, er eg þegar hafði fengið, gróa, áður en eg yrði mér úti um nýtt. Eg þagði því þangað til hann var kominn út, þá mælti eg við Barböru: »Eg ei’ annars hissa á, að hann skildi ekki Segja yður frá þessu«. En nú sýndi það sig, að mér hafði sézt yfir enn á ný: Reiði sú, er hún hafði látið í ljósi við Carford, snerist nú gegn mér sjálfum: »Hvers- vegna í ósköpunum átti hann endilega að gera það«, hrópaði hún — »öll veröldin getur þó ekki altaf stöðugt verið að hugsa um yður og gerðir yðar og ekkert ann- að!« »En yður fanst það þó undarlegt sjálfri«, stamaði eg. »Fanst mér það und- arlegt? Nei, ekki vitundk mælti Barbara með þótta. Eg gat ekki skilið þetta. Hún hafði ver- ið reið við hann; en nú, þegar eg mintist á það, varð hún reið við mig. Sannarlega, ef eg fór ekki að halda, að Karl litli, kon- ungurinn og eg hefðum rétt fyrir okkur í því, sem konungi fanst við vera svo sammála um! Alt í einu mælti Barbara: »Viljið þér ekki segja mér hvernig hún lítur út... þessi... þessi vinstúlka yðar.... Eg hefi aldrei séð hana«. Eg hafði rétt á vörun- um að hrópa: »Jú, Barbara, þú hefir séð hana!« en eg gætti mín 1 tíma og þessi orð voru því aldrei sögð. — Barbara hafði séð hana í listiskóginum við Hachtstead, og það oftar en einu sinni — og oftar en einu sinni hafði hún hneykslast á því, sem hún sá. Það er oft vizka innifalin í þögninni; og mér var að lærast það, að ó- hultast væri að leyna hugsunum sínum. Reiði hennar gagnvart mér hefði óefað margfaldast, ef eg hefði sagt að Cydaria væri Nelly, og Nelly Cydaria. — Ætti eg að nefna það, sem lávarður minn þagði yfir? Hann hafði aldrei sagt henni, hver Cydaria var! »Svo, þér hafið aldrei séð hana?« spurði eg. »Nei ■— og eg vil vita hvernig hún lítur út!« Það var í raun og veru ein- kennilegt og óþægilegt, að hún skyldi fara fram á það við mig, að eg lýsti Nelly, en eg byrjaði samt sem áður og fremur hæglátlega — lýsti andlitslagi og lita- skiftum, og eg sá háðslegt bros leika á 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.