Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 54
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Höfuðborgir. 64. Monaco. Hún er höfuðborg í samnefndu furstadæmi, en Frakkland er verndarríki. Liggur fursta- dæmið inn í Frakkland milli Nizza og Menton, en er annars sjálfstætt. Monaco rennur svo að segja saman við tvo aðra bæi La Condamine og Monte Carlo, en það er gamli hluti bæjarins, sjálf Monaco, sem skoðuð er sem höfuðborg. Stendur hún á háu bjargi, sem skagar út í Mið- jarðarhafið. Tröppur og krákustígar liggja upp að henni, og þegar upp er komið, mætir auganu hið fegursta útsýni. Hin gömlu múrvígi eru enn við líði og þar eru fallbyssur, sem skotið er úr toppstrendum kúlum. Ekki eru þó fallbyssur þessar notaðar til annars en að kveðja. Fursta- höllin stendur þarna uppi og í kringum hana standa skrautleg dómkirkja, haffræðilegt (Ocea- nografisk) safn og fagrir skemtigarðar með hitabeltisgróðri. Gamli bæjarhlutinn er gersam- lega ítalskur að útliti með þröngum götum án gangstjetta. 1 kringum 2.400 íbúar eru þar, en með La Condamine um 15.000. íbúarnir, sem eru nefndir Monegaskar, eru mestmegnis Frakkar, dálítið blandaðir af Itölum. Bærinn hefir þau hlunnindi fram yfir aðra bæi, að hann borgar enga skatta. Öll útgjöld eru greidd af spila- bankanum í Monte Carlo. — Monaco var til á dögum Fönikíumamia og hefir verið undir Róm verjum; síðar Genúa og Sardiníu. Furstaætt sú, sem nú ríkir, er ættin Matignon de Grimaldi. 65. San Marino. Hið litla lýðveldi San Marino á Mið-ítídíu er minsta ríkið í Evrópu. Höfuðstaðurinn ber sama nafn og stendur á Monte Titano. Bærinn er af- ar gamall. Mælt er, að bærinn sje stofnsettur á 4. öld af dalmatiskum munk. Marinusi að nafni. Hvað hæft er í þessu skal ósagt látið. 1 kringum bæinn er hringmúr með turnum. Göturnar eru þröngar og brattar, húsin gömul, nema stjórnar- byggingin, sem er frá síðari tímum. Fara þar fram tvisvar á ári hátíðahöld við innsetningu hinna tveggja >Capitani«, sem stjórna landinuF. og þar eru geymd hin svokölluðu »frelsisbrjeí«r San Marinos, sem á sínum tíma voru viðurkend meðal annars af Napoleon. Með útborginni Borgo- maggiore eru alls 2500 íbúar í bænum. Þar erir. átta kirkjur og atvinna aðallega landbúnaður. 66< Monrovia. Þessi litli merkilegi bær myndaðist þegar." nokkrir svertingjar, s<>m verið höfðu þrælar C Ameríku, urðu frjálsir og búsettu sig á Guinea- ströndinni í Afríku og stofnuðu dálítið samfje— lag. Vildu þeir þar með sýna, að svertingjar gætu sjálfir stjórnað sínum eigin málum.. Amerískir fylgismenn þess, að þrælum væri gef— ið frelsi, studdu þá, og þannig varð til fyrir- 100 árum litla svertingja-lýðveldið Liberia, þar sem Monrovia er höfuðborg. Bærinn var skírð- ur eftir foresta Bandaríkjanna, Monroe. Hann hefir nú í kringum 6000 íbúa, sem hjer um bil. allir eru svertingjar. En bærinn er mjög vesæld- arleg höfuðborg. Svertingjarnir hafa ekki sýnt- að þeir geti stjómað sjer sjálfir. Þeir hafa látið timburhús sín falla í óhirðu og trassaskap og svo eyðileggja hvítu maurarnir, Termitarnir,. það sem á vantar. Aðeins strandbúarnir eru. nokkurnveginn siðaðir. Lengra inn í landinw- hafa svertingjarnir tekið aftur upp siði og hætti forfeðra sinna. Endir. Skrítlur. Klukkur. Ömmur okkar, sem nú förum að ger~ ast gamlaðir, áttu margar flík eina góða, sem þótti höfuðþing, en það var prjóna- klukka úr vel unnu bandi. Einkum létu gömlu konurnar sér ant umaðdæturþeirra þegar frá byrjun væru útbúnar til að mæta hretum og harðviðri lífsins í slíku fati. — Nú munu klukkurnar vera orðn- ar fremur fátíðar hér á landi ekki sízt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.