Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 45
SIMON DAL 37 var þó hinn ungi Monmouth hertogi, enda var hann einhver sá fegursti unglingur, sem eg hafði séð. Eg gat ekki að því gert, að eg fór að hugsa um alt það, sem eg hafði heyrt um fátækt þjóðarinnar, um peningavandræði konungsins og um hversu nauðsynlegt það væri að styrkja flotann, enda þótt eg stæði þarna gapandi af undrun yfir öllu, •sem fyrir augun bar. — Sjálfur var eg, þrátt fyrir alla mína umhyggju, undir- búning og kostnað, sorglega f átæklega til fara. Það leið því ekki á löngu, áður en «g fór að svipast um eftir einhverjum af- krók, þar sem eg gæti staðið, án þess að -altof mikið bæri á, hversu auðvirðilega eg var klæddur samanborið við aðra. En þessi ósk mín um að vera óséður átti ekki að rætast. Þegar mig varði allra minst, kom Darrell þjótandi og dróg mig af stað með sér. Hann kvaðst ætla að koma mér á framfæri við sjálfan hertogann af York. Skjálfandi af feimni og milli von- -ar og ótta lét eg hann leiða mig yfir gólf- ið, og við tróðumst gegnum mannþröng- ina, sem var umhverfis sæti konungsins. En áður en við komumst til hertogans íákumst við á mann, sem greip í hand- legginn á Darrell og spurði hjartanlega um líðan hans. í staðinn fyrir að svara, skaut Darrell mér fram fyrir sig og kynti mig sir Thomasi Clifford fjármálaráð- herra, sem hann sagði að mundi verða miög glaður yfir að kynnast mér nánar, þar sem hann þegar bæri mjög mikla um- hyggju fyrir högum mínum. »Ef hann er vinur yðar, er það meira en nóg til þess að hann sé vinur minn líka«, svaraði Clif- ford, og á eftir hvíslaði hann einhverju í eyra hans. Darrell hristi höfuðið, og eg þóttist sjá votta fyrir vonbrigðasvip á •andliti fjármálaráðherrans. »Hvað var hann að spyrja yður um?« sagði eg, þegar við aftur vorum komnir ;af stað. »0, hann langaði til að vita, hvort þér væruð sömu trúar og eg«, svaraði Darrell og hló. »Menn virðast bera ein- kennilega mikla umhyggju fyrir trú minni hér«, sagði eg — »það gerði víst ekkert til, þótt þeir hugsuðu dálítið meira um sína eigin«. Darrell fékk ekki tíma til að svara þessu, því að við komum nú að horni, sem var skilið frá salnum með tjöldum. Þar voru ríkmannlegir, lágir austurlanda-legubekkir, og þar inni sátu þeir hertoginn af York og hjá honum Ar- lington lávarður, en andspænis þeim stóð maður, sem hertoginn, undireins og hann hafði tekið kveðju minni, sagði að væri mr. Hudleston, skriftafaðir drottningar- innar. Eg kannaðist vel við nafn hans og hafði oft heyrt getið um þennan páfa- trúarprest, sem hafði verið með konung- inum á flótta hans frá Worcester. Eg var ennþá að virða hann fyrir mér, þegar hertoginn ávarpaði mig með miklu drembilæti — eg tók þegar eftir því, að» hann krafðist talsvert meiri lotningar en konungurinn sjálfur. »Arlington lávarður«, mælti hann, »hefir talað um yður sem efnilegan ungan mann, og að þér bæruð hina mestu lotn- ingu fyrir konunginum og væruð honum hollur og trúr í alla staði. Bróðir minn, konungurinn, og allir vér, sem elskum hann, þörfnumst dyggrar þjónustu allra slíkra manna«. Eg stamaði fram, að eg gæti fullvissað hann um hollustu mína. Arlington stóð á fætur, tók um handlegg minn og hvíslaði að mér, að eg skyldi ekki vera neitt einurðarlaus; en Hudle- ston prestur rendi til mín hvössum rann- sóknaraugum, eins og hann ætlaði að lesa leyndustu hugrenningar mínar. »Eg er sannfærður um«, sagði Arling- ton, »að mr. Dal er reiðubuinn til að þjóna Hans Hátign í öllum hlutum«. Eg hneigði mig fyrir hertoganum og mælti: »Þetta er sannleikur — eg óska einskis fremur en að fá tækifæri til að geta sýnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.