Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 22
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Naust; þar faldi hann töskuna undir torfu. Hann var lafmóður og sveittur og lagðist niður á milli þúfna til þess að kasta mæðinni. Honum leið illa, skalf eins og hrísla og ranglaði heim alveg ut- an við sig. Hann var náfölur, þegar hann kom inn til móður sinnar og fleygði sér upp í rúmið. Faðir hans var enn ókominn. »Ertu ósköp þreyttur, auminginn?« sagði Guðrún; »það er von eftir þenna eril, sem á þér er þessa dagana. Þarna er spónninn þinn og bitinn, viltu ekki borða ?« Guðmundur gat engu orði upp komið; hann átti örðugt um andardráttinn og honum fannst farg liggja á brjóstinu. »Jæja, auminginn; hvíldu þig þá, þang- að til hann pabbi þinn kemur, — hann er sjálfsagt orðinn þreyttur líka«. Svo gekk hún fram fyrir til þess að ganga frá eldinum undir nóttina. Guðmundur vissi hvorki í þenna heim né annan; hann var algerlega lamaður, kreisti aftur augun til þess að sjá ekki neitt og hélt fyrir eyrun til þess að heyra ekki neitt. Guðrún kom aftur inn að stundarkorni liðnu og fór að staga í skó- ræfla við ljóstýruna. Þannig leið löng stund, en loksins varð henni litið á dreng- inn. »Ertu sofnaður, auminginn?« Hann svaraði engu. Guðrún tók af honum skóna, hagræddi honum og breiddi brekán ofan á hann; svo fór hún aftur að staga í skóræflana. Að stundarkorni liðnu heyrðist fótatak úti fyrir, útidyrahurðinni var lokið upp og svo var fálmað eftir klinkunni á her- bergishurðinni. Guðrún þóttist vita, hver þar væri á ferð og opnaði að innanverðu. Þorleifur kom inn fyrir, ataður blóði og mör frá sláturstörfunum; hann var þétt- kenndur. Þegar svo stóð á, var hann vanalega síhlæjandi og masandi, en í þetta skifti var andlitið afmyndað af gremju og gráti, svo að tárin runnu nið— ur í úfið skeggið. Hann reif af sér húf- una, þurkaði af sér tárin með henni og/ fleygði henni út í horn. Svo tvísté hann á gólfinu og reyndi að tala: »Þeir — þeir — segja, — þeir segja«F. en svo setti að honum svo þunga grát- hviðu, að orðin köfnuðu í ekka. »Hvað gengur á, maður?« spurði Guð— rún alveg steinhissa; oft hafði Þorleifur komið kenndur heim, en aldrei svona á sig kominn. »Þeir segja, að eg hafi — að eg haff stolið«, stundi hann upp; en svo hækkaði hann róminn: »þeir kalla mig þjóf ogr segja að eg hafi stolið tösku, — kalla migr þjóf, — alsaklausan«. Guðrún saup hveljur. »Guð gefi að þú sért saklaus«. »Saklaus! Já, víst er eg saklaus. Guði' er mitt vitni, að eg er saklaus. — Þegar- eg er að ganga heim og er kominn rétt of~ an fyrir varpann í Neðra-Vogi, þá kemur Hallgrímur í Dal og segir að eg hafi stol- ið af sér tösku, og svo koma piltarnir han^ líka og kalla mig þjóf. Þetta eru guðlaus- ir menn, að kalla mig þjóf! Guð er mitt vitni!« Og svo setti að honum grát að> nýju. Guðrún leit hvasst á mann sinn, var- irnar herptust og hendurnar titruðu. »Ef þú ert saklaus«, sagði hún skjálf- rödduð, »þá er engin hætta á ferðum; það- kemst upp fyr eða síðar, hver sekur er«. »Guð er mitt vitni!« hrópaði Þorleifurr »eg hef ekki stolið síðan-------, eg hef ekki stolið í mörg ár, — ekki hætis hóti. Eg lofaði frúnni því um veturinn og eg lofaði sýslumanninum því líka að stela aldrei framar, og eg hef haldið það síðan, — guð er mitt vitni. — Það er óguðlegt afr segja, að eg hafi stolið tösku«. Hann settist á kistil við rúmið og fól andlitið í höndum sér. Guðmundur hafði séð og heyrt allt, seni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.