Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 18
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hafði spunnið band í gólfábreiðu fyrir frúna. Guðmundur fór með henni eins og vant var. Frúin sat í hægindastól í svefn- herbergi sínu, þegar mæðginin komu inn til hennar. Guðmundur horfði á hvern hlut, sem inni var, en kom svo allt í einu auga á ljósmynd í gylltri umgerð, sem stóð á borðinu; hann starði lengi og gaumgæfi- lega á myndina, svo að frúin tók eftir því. »Þekkirðu, af hverjum þessi mynd er?« spurði hún. »Það er María«. »Já, það er María«. Hann horfði lengi, eins og áður, svo ]eit hann spurnaraugum á frúna og spurði: »En hvar eru vængirnir?« Frúnni varð svarafátt; henni vöknaði um augun og hún strauk Guðmundi mjúk- lega um hrokkinn kollinn. »Við sjáum ekki vængina«, sagði hún að lokum; »við getum ekki séð nema föt- in«. En hafi frúin verið Guðmundi góð áð- ur, þá var hún honum enn betri eftir þetta. í hvert sinn, sem hún sá hann, flaug henni í hug dóttirin dána, sem í huga drengsins var búin vængjum. III. Brestir. í fari Þorleifs í Nausti var alvarlegur brestur, sem stundum hafði komið honum á kaldan klaka; honum hætti við að hnupla. Sjálfur tók hann sér brest þenna nærri og Guðrún kona hans því meir; var það hald sumra, að af þeim ástæðum hefðu þau eftir giftinguna flutt svo langt burt úr átthögunum, til þess að komast þangað, sem enginn hefði kynni af fyrri hrösunum Þorleifs. Það var langt frá því að mikið bæri á þessu, eftir það er hann kom í Voginn, en samt svo, að talað var um það manna á milli; má vera, að orð- rómur sá hafi borist þangað ofan úr Ása- sveit. Kolbeinn hét maður og bjó á Kambi, næstu jörð utan við Efra-Vog; hann var kappsmaður og átti það til að vera ófyr- irleitinn, ekki sízt, ef hann átti við sér meiri menn. Hann var sá eini maður þar um slóðir, sem stöku sinnum mælti kulda- eða kesknis-orð í garð Sigurðar sýslu- manns. Héldu menn að það stafaði af því, að þegar sýslumaður keypti Efra-Vog og gekk ríkt eftir að landamerki öll væru loglega ákveðin, hafi Kolbeini funndistað nærri sér væri gengið. Lét hann þó kyrt liggja og fann ekki að upphátt. En fám árum síðar varð þras nokkurt út af tveim óskilalömbum, sem Kolbeinn vildi draga systur sinni. Kom málið til sýslumanns kasta og var úrskurður hans á móti Kol- beini. Raunar upplýstist síðar að fullu, að sýslumaður hafði haft rétt fyrir sér, en samt þótti Kolbeini fyrir að hafa orðið að láta í minni pokann og hugsaði sýslu- rnanni þegjandi þörfina, ef tækifæri gæf- ist. Á milli bæjanna, Efra-Vogs og Kambs, voru mýrar og móar á allstóru svæði; skifti þar landi skurður, sem lá þvert yfir mýrina. Þar var móskurðarland gott báðumegin skurðarins og tóku Vogbúar þar mó, en þurkland var aðallega á mel- fláka í landi Efra-Vogs; var mórinn þurkaður þar, borinn saman í hrauka og hlaða á haustin og fluttur heim á sleðum að vetrinum. — Kolbeinn á Kambi þurk- aði sinn mó á sama stað og átti þar væn- an hlaða. Einn morgun á þorra kom Kolbeinn að Efra-Vogi til sýslumanns og var mikið niðri fyrir. »Hef eg«, sagði hann, »alvarlegt mál að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.