Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1930, Blaðsíða 15
STAKSTEINAR skipið og tekið enn ofan. Minna mátti nú gagn gera! ¦ Þessi merkisatburður gerðist hálfum mánuði fyrir réttirnar; einn sagði öðrum fregnina, svo að hún bergmálaði á milli hrjóstra og hrauna, ása og annesja: »Sýslumannsfrúin er frænka landshöfð- ingjans — frænka landshöfðingjans — landshöf ðingjans!« Á réttunum barst fréttin fram á fremstu kotin. Vorið eftir kom franskt rannsóknar- skip á Voginn. Skipstjóri átti eitthvert erindi við sýslumann og um kvöldið voru allir yfirmenn skipsins í boði uppi í Efra- Vogi. Menn vissu raunar lítið um, hvað þar fór fram, en það höfðu menn fyrir ¦satt, að frú Valgerður hefði talað svo i'eiprennandi við Frakkana, að maður Iiennar hefði varla komist að. Svo höfðu þau verið í boði úti í skipinu daginn eft- ir. En eftir það að ættgöfgi frúarinnar 'Og afburðamenntun varð heyrinkunn, Juinntist hennar enginn nema með stakri virðingu, því fremur sem allir sáu, að ekki hafði verið flaggað með yfirburðina að fyrra bragði. Það kom brátt í ljós, að Sigurður sýslu- maður var búmaður meiri en í meðallagi. Hann gaf sig með því lífi og sál að hey- skap og hestum, kúm og kindum, að menn féllu í stafi, og þótt margir litu kímnis- ¦augum á sumar tiltektir hans í búskapn- um, þá urðu þeir að kannast við að þar fylgdist að gáfa og geta, og svo var hann :glöggur á f jármál öll, að þar stóðu honum fáir á sporði. Embættið rækti hann nokk- uð á annan hátt en menn voru áður vanir. Ekki svo að skilja, að reikningar allir væru ekki færðir með mestu nákvæmni og hart gengið eftir gjöldum; en þegar um málaferli eða ákærur var að ræða, þá varð aldrei neitt úr þeim í höndum sýslu- manns. Hann hafði það einstakt lag á-því ^ð sýna mönnum fram á, að deilur, illindi og glæpamál svöruðu ekki kostnaði, og að allt slíkt væri miklu betra að þagga niður í kyrþey, — enginn græddi neitt á sektum, ærumissi eða fangavist. Og menn sönsuðust á þetta, oftast nær með góðu. Að vísu komu mörg deilumálin og ákær- urnar til sýslumanns kasta eftir sem áð- ur, en menn sættu sig við að ganga út frá því sem gefnu, að allt yrði jafnað. heima hjá honum, án sekta og sakfellinga. Smábrotinn var búskapurinn í Nausti framan af hjá þeim Þorleifi og Guðrúnu, en þau bösluðust betur af en á horfðist. Margur spónninn og bitinn áskotnaðist þeim frá Efra-Vogi, en fyrsta sumarið unnu þau líka svo að segja að staðaldri fyrir sýslumann, bæði úti og inni. Þor- leifur reitti úr sjó, þegar eitthvað var að hafa, og þeim hjónum fannst að þau hefðu oft átt verra en þá. Þau komust á snoðir um að sýslumannsfrúin hélt mikið upp á nýtt heilagfiski, og í hvert sinn, sem Þorleifur dró lúðulok, labbaði hana með það upp í eldhús í Efra-Vogi, lagði það á borðið og mælti: »Guðrún mín bað kærlega að heilsa frúnni og bað mig að færa henni þessa lúru«, — og þá fór hann aldrei tómhent- ur aftur. Sýslumaður komst að raun um, að Þor- leifur gat verið honum þarfur þjónn, sérstaklega í fjósinu; hann dáðist hreint og beint að því, hvað Þorleifur var fljót- ur að kynnast kúnum, hvað hann gat ráð- ið í þarfir þeirra, munað talið þeirra upp á viku og dag, og hvað annað, sem naufr- synlegt var. Það fór því svo um haustið, að Þorleifur var ráðinn til að gera fjós- verkin að mestu; var það ærið starf kvölds og morguns, en miðbik dagsins gat hann notað til eigin starfa. Eftir tillögum frúarinnar hlóð hann vegg við pallendann yfir þvera búðina, með hurð og stöfum, svo að miklu vist- legra var þar eftir en áður. Þorleifur var L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.