Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Side 8
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Línu! Hvað segirðu?« »Já, Línu. Þeir fóru með hana«. Guðmundur stóð sem steini lostinn. »Þú segir ekki satt«. »Segi eg ekki satt? Spurðu borgar- ann«. Guðmundur hljóp sem fætur toguðu ofan eftir. Borgarinn var að enda við að taka til í búðinni og ætlaði að fara að loka. »Er það — satt að — Lína sé — far- in?« spurði Guðmundur og hjó sundur orðin. »Já, hún fór með skipinu«, svaraði borgarinn blátt áfram. »Því fór hún? — Hún mátti ekki fara«. Guðmundur greip fyrir andlit sér; borg- arinn starði á hann steinhissa. »Því ætli hún mætti ekki fara? Hún mátti fara fyrir mér, og svo var hún trú- lofuð nótabassanum«. »Trúlofuð nótabassanum! Það er ekki satt!« »Jú, eg held nú það, og þér að segja« — hann lækkaði róminn — »var svo á- statt fyrir henni, að það var full ástæða til að hann færi með hana«. Guðmundur reikaði heim eins og drukk- inn maður. Móður hans leizt svo á hann, að hann mundi vera orðinn veikur af þreytu og vökum og háttaði hann ofan í rúm. Honum kom ekki dúr á auga um nóttina og í marga daga á eftir neytti hann varla matar. Tvo síðustu veturna hafði Jón Daða- son verið í Hrísey hjá frænda sínum, sem var þar formaður. Hann kom úr eynni með tvöfalda harmóníku og aukið sjálfs- álit; lét hann mikið á sér bera og fékk sér í staupinu við og við. í eynni hafði hann kynnst sjómönnum, sem voru hag- yrðingar og létu visur fjúka við hvert tækifæri ; tók Jón þann sið eftir þeim og orti sýknt og heilagt um hvað sem fyrir kom. Ekki var skáldskapur hans merki- legur að efni né formi, mest skútur og skens um náungann, en nógir strákar voru í Voginum til að bera út og syngja skáldskapinn. Sízt bætti Jón um vinsæld- ir sínar með þessu athæfi. Þegar Jón varð var við kunningsskap þeirra Guðmundar og Línu, orti hann erindi undir danslagi, sem hann kallaði Hríseyjar-hopsa og var þar í hvers manns munni. Erindið var svona: Tra, la, la, la, la,. Hann Gvendur í Nausti mun giftast að hausti og Lambhaga-Lína með lokkana fína og skyggða skó :;: Tra, la, la, la, la.. En þegar hann skönrmu síðar sá Guð- mund, stúrinn og vonsvikinn, ganga með álútt höfuð og gremjulegan svip, breytti hann erindinu þannig: Tra, la, la, la, la.. Hann Gvendur í Nausti mun geggjast að hausti, því Lambhaga-Lína fór leiðina sína :;: um saltan sjó :;: Tra, la, la, la, la.. Næstu vikurnar á eftir voru erindi þessi sungin í hverju húsi í Voginum og þóttu hnossgæti. Guðmundur heyrði þau utan að sér og vissi, hvaðan vindurinn blés. Hann tók sér skopið nærri; nóg var það, sem á undan var gengið. Kunnings- skapurinn við Línu hafði, ofan á alt ann- að, kostað hann liðugar tvö hundruð krónur. — En það eru fleiri en einfeldningarn- ir, sem eiga það á hættu að svíða á sér fjaðrirnar við glóðir Lofnar. Þess er áður getið, að Jón Daðason hafði hispurslaust komið sér í kynni víð

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.