Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1930, Blaðsíða 8
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Línu! Hvað segirðu?« »Já, Línu. Þeir fóru með hana«. Guðmundur stóð sem steini lostinn. »Þú segir ekki satt«. »Segi eg ekki satt? Spurðu borgar- ann«. Guðmundur hljóp sem fætur toguðu ofan eftir. Borgarinn var að enda við að taka til í búðinni og ætlaði að fara að loka. »Er það — satt að — Lína sé — far- in?« spurði Guðmundur og hjó sundur orðin. »Já, hún fór með skipinu«, svaraði borgarinn blátt áfram. »Því fór hún? — Hún mátti ekki fara«. Guðmundur greip fyrir andlit sér; borg- arinn starði á hann steinhissa. »Því ætli hún mætti ekki fara? Hún mátti fara fyrir mér, og svo var hún trú- lofuð nótabassanum«. »Trúlofuð nótabassanum! Það er ekki satt!« »Jú, eg held nú það, og þér að segja« — hann lækkaði róminn — »var svo á- statt fyrir henni, að það var full ástæða til að hann færi með hana«. Guðmundur reikaði heim eins og drukk- inn maður. Móður hans leizt svo á hann, að hann mundi vera orðinn veikur af þreytu og vökum og háttaði hann ofan í rúm. Honum kom ekki dúr á auga um nóttina og í marga daga á eftir neytti hann varla matar. Tvo síðustu veturna hafði Jón Daða- son verið í Hrísey hjá frænda sínum, sem var þar formaður. Hann kom úr eynni með tvöfalda harmóníku og aukið sjálfs- álit; lét hann mikið á sér bera og fékk sér í staupinu við og við. í eynni hafði hann kynnst sjómönnum, sem voru hag- yrðingar og létu visur fjúka við hvert tækifæri ; tók Jón þann sið eftir þeim og orti sýknt og heilagt um hvað sem fyrir kom. Ekki var skáldskapur hans merki- legur að efni né formi, mest skútur og skens um náungann, en nógir strákar voru í Voginum til að bera út og syngja skáldskapinn. Sízt bætti Jón um vinsæld- ir sínar með þessu athæfi. Þegar Jón varð var við kunningsskap þeirra Guðmundar og Línu, orti hann erindi undir danslagi, sem hann kallaði Hríseyjar-hopsa og var þar í hvers manns munni. Erindið var svona: Tra, la, la, la, la,. Hann Gvendur í Nausti mun giftast að hausti og Lambhaga-Lína með lokkana fína og skyggða skó :;: Tra, la, la, la, la.. En þegar hann skönrmu síðar sá Guð- mund, stúrinn og vonsvikinn, ganga með álútt höfuð og gremjulegan svip, breytti hann erindinu þannig: Tra, la, la, la, la.. Hann Gvendur í Nausti mun geggjast að hausti, því Lambhaga-Lína fór leiðina sína :;: um saltan sjó :;: Tra, la, la, la, la.. Næstu vikurnar á eftir voru erindi þessi sungin í hverju húsi í Voginum og þóttu hnossgæti. Guðmundur heyrði þau utan að sér og vissi, hvaðan vindurinn blés. Hann tók sér skopið nærri; nóg var það, sem á undan var gengið. Kunnings- skapurinn við Línu hafði, ofan á alt ann- að, kostað hann liðugar tvö hundruð krónur. — En það eru fleiri en einfeldningarn- ir, sem eiga það á hættu að svíða á sér fjaðrirnar við glóðir Lofnar. Þess er áður getið, að Jón Daðason hafði hispurslaust komið sér í kynni víð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.