Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 7
Sigfús Halldórs frá Höfnum. GUÐMUNDUR G. HAGALÍN, rithöfundur. Guðmundur Gíslason Hagalín er fædd- ur 10. október 1898 að Lokinhömrum í Arnarfirði. Bjuggu þar þá foreldrar hans, Gísli Krist- jánsson, Oddssonar frá Lokinhömrum og Guðný Guð- mundsdóttir Haga- líns á Mýrum í Dýrafirði, Guð- mundssonar, Bryn- jólfssonar, sömu- leiðis á Mýrum. En móðir Guðnýjar var Rósamunda, dóttir Odds í Lok- inhömrum. Voru foreldrar Guð- mundar skálds því systkinabörn. En móðir Gísla Krist- jánssonar var Sig- ríður ólafsdóttir á Auðkúlu í Arnar- firði, Jónssonar, Guðmundssonar bónda sama staðar. Standa að Guð- mundi Hagalín vestfirzkir bændur í báðar ættir, líklega nokkurnveginn svo langt sem talið verð- ur. Báðir voru foreldrar Guðmundar bók- hneigðir og áttu mikið af bókum, -eldri og nýrri. Bú höfðu þau þó stórt, bæði N.-Kv. XXXVII. árg., 1,—3. h. til lands og sjávar. Enda var margt í heimili á Lokinhömrum, stöðugt milli 20 og 30 manns. Gísli faðir Guð- mundar hafði ver- ið skipstjóri áður en hann settist að búi í Lokinhömr- um. Haustið. 1912 brá hann aftur á sinn fyrri atvinnu- veg. Fluttist þá Guðmundur með föður sínum að Haukadal í Dýra- firði og var nú við sjómennsku að mestu, næstu fjög- ur árin, bæði á árabát og vélbát, en lengst þó á segl- skipum. Menntunar afl- aði Guðmundur sér eftir föngum þessi árin. Veturinn 1918 -—1914 var hann á ungmennaskólan- um á Núpi í Dýra- firði hjá séra Sigtryggi Guðlaugssyni, og telur sig sérstaklega hafa haft gagn og gaman af bókmenntafræðslu hans og íslenzku. Næsta vetur var Guðmundur við íslenzkunám hjá ólafi ólafssyni í Haukadal, sem nú er skólastjóri á Þing- Guðmundur Gíslason Hagalín. 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.