Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR eyri, og telur hann hafa vakið hjá sér dirfsku og sjálfstæði í andlegum efnum, enda sjálfan ekki binda sér hugsana- bagga sömu hnútum og samferðamenn. Tvo veturna næstu las Guðmundur undir gagnfræðapróf hjá séra Böðvari Bjarna- syni á Rafnseyri og stóðst það við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1917. Næsta vetur var hann í 4. bekk Mennta- skólans, en sumarið þar á eftir vann hann að blaðamennsku við »Fréttir«, með Guðmundi skáldi Guðmundssyni. Byrjaði síðan á 5.-bekkjar námi en hætti við það til þess að taka við ritstjórn »Frétta« og hafði hana á hendi unz blaðið hætti að koma út. Af kennurum Menntaskólans fékk Guðmundur mestar mætur á Sigurði Guðmundssyni, sem nú er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. En Sigurður skólameistari er stílvandur og lætur sér mjög annt um að nemendur nái persónu- legu málbragði og rökfestu í málsflutn- ingi. Telur Guðmundur sig um þau efni hafa langt um fróðari frá hönum farið. Annars telur Guðmundur, að á þessum Reykjavíkurárum sínum hafi þcir helzt örvað sig til ritstarfa Stefán skáld frá Hvítadal og Jakob J. Smári, meistari í norrænu, auk skáldnafnanna Guðmund- ar Guðmundssonar og Guðmundar Magn- ússonar. En meðal skólabræðranna munu þeir hafa verið honum samrýndastir Jó- hann skáld Jónsson, er dó á Þýzkalandi í hitteðfyrra og Þórður Eyjólfsson, lög- fræðirigur í Reykjavík, er var sambýlis- maður hans. Haustið 1919 tók Guðmundur við rit- stjórn »Hænis« á Seyðisfirði og var við hana þangað til haustið 1923. Meðan hann var á Seyðisfirði kvæntist hann, árið 1920, Kristínu, dóttur Jóns Jónsson- ar að Hvanná á Jökuldal, fyrrverandi al- þingismanns. Eiga þau hjón tvö börn, Hrafn og Sigríði. Um áramótin 1923—4 flutti Guðmund- ur til Reykjavíkur og starfaði að þing- skriftum um veturinn en að póstaf- greiðslu um sumarið. En haustið 1924 flutti hann til Noregs og dvaldi þar til vorsins 1927. Bjuggu þau hjón lengst á Voss, en annars fór Guðmundur víða um landið 1 fyrirlestrarerindum. Flutti hann alls 410 fyrirlestra á þeim ferðalögum, mest um íslenzk efni. Ennfremur skrif- aði hann nokkuð í norsk blöð. Er það engin smáræðis kynning, er frændur vor- ir Norðmenn, leikir og lærðir, hafa af ís- landi fengið við þessa starfsemi Guð- mundar. Vorið 1927 fluttu þau hjón heim og dvöldu á Hvanná um sumarið. Um haust- ið varð Guðmundur blaðamaður við Al- þýðublaðið í Reykjavík og vann að því starfi til hausts, 1928. Þá fluttist hann til ísafjarðar og hefir dvalið þar síðan. Veitti þingið 1928 sérstakan styrk til Bókasafns Isafjarðar, að því tilskildu, að Guðmundur yrði þar bókavörður. Tók hann við starfinu um áramótin 1928— 1929. Þessa skilyrðisbundnu styrkveit- ingu þingsins til Bókasafns ísafjarðar ber tvímælalaust að skoða sem viður- kenningu á skáldgáfu Guðmundar og skilning á nauðsyn þess að hún fái sæmi- lega notið sín. *!•' * Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Guðmundur fer að skrifa sög- ur þrettán ára gamall, en hafði þó ort ljóð fyrir þann tíma. En hann hefir skynsemi og þolinmæði til þess að bíða prentunar á sögum sínum og ljóðum í tíu ár. Fyrsta bókin, Blindslcer, »sögur, æfintýri og ljóð«, kemur út 1921, á Seyð- isfirði. Síðan rekur hver bókin aðra, með nokkuð jöfnu millibili: Strccndbúar, smá- sögur, 1923; Vestan úr fjörðvm (»Mela- kongurinn«), skáldsaga, 1924; Veður öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.