Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 12
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR á furðustrandir til brimlendingar með Betúel sæla Hallssyni. »Jí *!• íjí Tvímælalaust eru íslenzkar bókmenntir prýðilegu listaverki auðugri. Enginn Vestfirðingur — enginn íslendingur —- þarf að fyrirverða sig fyrir að rekja ætt sína til þeirrar hrjúfu en stórbrotnu höfðingskonu, Kristrúnar Símonardóttur, á hlunnindakotinu á Hornströndum. * * * óskeikul er stílvissan. Og frásögnin sjálf á upptök sín í ómenguðum brunni hins sanna og hjartanlega »humors«. ÞAU SÁTU í BREKKUNNI. Túnið angaði taðan nýslegin. Þau sátu í brekkunni sólarmegin. Hann ræddi’ um dýrustu drauma sem rætast, hún um yndið er elskendur mætast. þau sátu þar síðar eldri að árum, auðug af reynslu og hvítum hárum. Hún ræddi’ um aura sem aflast, en þrjóta, hann um gæfu — og gler sem menn brjóta. Einar S. Frímann. ÓÐUR ÁSTVALDAR. Ég sit hér í myrkrinu og myndir lít úr minningum horfinna daga. Með þjáning og söknuði þeirra ég nýtr ég þrái að gleyma, en muna þær hlýt, unz endar mín æfisaga. Af hamingju, sælu og hugarfrið ég hafði svo skamma kynning; Því ólgan í blóðinu gaf ekki grið, en glæðunum fornu rótar nú við hver einasta endurminning. Við æskuna og sakleysið eiða ég batt í æsingu hverfullar stundar. Þótt fyndist mér stundum, að segði ég sattr ég síðar með kulda af leið minni hratt fórn minnar fjölþættu lundar. Hverja þá nótt, sem ég andvaka er, mig ásækja skuggar af konum; og hvert sem ég geng og hvar sem ég feir er kallað með grátraust á eftir mér, dapurri af dánum vonum. Ég leit aðeins bjarmann af ástanna eld, hvert ár var svo fljótt að líða. Og þess er ég fullviss, er héðan ég held, að heitrofa minna ég þunglega geld, svo kallinu hlýt ég að kvíða. — Rökkrið er sigið um sæ og grund og sólskinið horfið af tindum. þótt geti það varla létt mína lund, þá læt ég nú sál mína teyga um stund ilminn af æskunnar syndum. — Jakob ó. Pétursson. frá Hranastöðum. —

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.