Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 13
Steindór Steindórsson frá Hlöðum. UNDRADÝR Á JAVA. Oft heyrum vér í ferðasögum frá fjar- lægum löndum sagnir um ýms undradýr, annaðtveggja ferleg skrýmsli eða þá bú- in einhverjum dularmætti eða furðuleg á- sýndum. Einkum má lesa um margt slíkt í gömlum ferðabókum. En eftir því sem þekkingin hefur aukizt, hefur hver sagan af annari verið kveðin niður af raunsæj- um vísindamönnum, en margar þeirra verða samt furðu lífsseigar, enda sum- um beinlínis haldið fram í gróðaskyni. Þannig er því farið um sögu þá er hér greinir. Allt frá því er Darwin kom fram með þróunarkenningu sína, nokkru eftir miðja síðastliðna öld, hefur mönnum leikið forvitni á að finna sem flesta milliliði milli dýraflokka og tegunda. Einkum hefur áhugi manna beinzt að »liðnum sem vantaði« á milli manna og apa. Því ber heldur eigi að neita, að ótal margar minjar hafa verið grafnar úr jarðlögunum, sem sanna kenningu Dar- wins, og alltaf fjölgar milliliðunum og alltaf færast menn nær og nær því marki að geta samið ættartölu nútíma dýranna. Austur á Java í Indlandseyjum fann franskur læknir, Dubois að nafni, 1891 leifar af lífveru, sem svipar mjög bæði til apa og manna, og nefnd hefur verið hinn upprétti apamaður, og af sumum verið talinn forfaðir manna, eða einskon- ar millistig milli apa og þeirra. En þær steingerðu beinleifar, er Dubois fann, voru svo litlar, að erfitt var að gera sér hugmynd um hvernig apamaður þessi hafi litið út. Það má því nærri geta að heldur hafi lyfzt brúnin á fræðimönnun- um, þegar fregnir tóku að berast um það, að ennþá lifði 1 frumskógunum á Java dýrategund, sem hvorttveggja í senn líkt- ist apa og manni. Þetta var að vísu engin nýjung. Allt frá 18. öld hafði þessari sögu skotið upp við og við. En nú á síðustu árum fékk hún nýjan lífsþrótt og' jafnvel áreiðanleg tímarit fluttu frásagnir um apamann þenna. íbúarnir þar á eyjunni þóttust þekkja hann, og honum var gefið nafnið Orang pendek. Spor hans fundust hingað og þangað, og ýmsir kváðust hafa séð hann, og einn höfundur gaf út svohljóðandi lýsingu: Orang pendek er hér um bil 80 —150 cm. hár. Hann er dökkbrúnn á lit- inn og alhærður, en sérstaklega er höfuð- hár hans þétt og mikið. Hann er rófu- laus, gengur uppréttur og snýr hælunum fram. Hann er ekki sérlega handleggja- langur, og klifrar ekki. Hann er mjög mannfælinn, og flýr jafnskjótt og hann mætir manni og gefur þá frá sér undar- legt hvískurhljóð, en um leið gapir hann svo að hinar 4 stóru augnatennur sjást. Fæða hans er ungt grænmeti, aldin, orm- ar, lindýr og slöngur. Hann leitar oft að fæðu undir stórum tréstofnum, sem hann getur velt við, því að hann hefur krafta í kögglum. Stundum étur hann sykurreyr eða stelur banönum úr görðum manna. Helzt lítur út fyrir að hann lifi í flokk- um, en óvíst hvort hann byggir hreiður eins og Orangutaninn. Eins og lýsing þessi ber með sér, þótt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.