Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 19
LYKILLINN 13 enda komst ég klakklaust inn — að ég hélt, kveikti stigaljósið og gekk upp. En mér brá í brún, þegar ég var kominn upp á fjórðu hæð og sá, að ég hafði villst á útidyrum og var staddur í allt öðrum hluta byggingarinnar. Og ennþá meira brá mér við að heyra inni í íbúð- inni hræðileg óp, eða öllu heldur öskur, blandað angistarópum og kveinstöfum. Það sló út um mig köldum svita. Var verið að myrða einhvern þarna inni? Ég stóð eitt andartak ráðþrota. Hvað átti ég að gera? Flýta mér burtu — kalla á hjálp — lögregluna? Eða lemja og hringja á dyrnar — sprengja hurðina, i'eyna að komast inn? — Var það ekki skylda mín að reyna að komast inn? f sömu andránni rauk hurðin upp — eða var rifin upp ■— og barn — ég gat ekki greint hvað gamalt það var — en það var barn, sem þeyttist út úr dyr- unum. — Höfuðið var á undan.... Ég gleymi aldrei þeim augum — ég sá í raun og veru aldrei neitt annað af þessu barni en skelfingarsvip augnanna, grát- bólgnar kinnar og úfið, Ijóst hár — og á eftir kom fótur með forugu, þykksól- uðu stígvéli.... Og í næsta augnabliki sá ég manninn allan, sem fótinn og stíg- vélið átti. Það var stór, luralega vaxinn maður, blóðhlaupin augun ætluðu að springa út úr höfðinu. Munnurinn var opinn, upp úr kokinu þrengdust einhver óljós, dýrsleg hljóð — mitt á milli þess -að vera org og snörl, — hvít froða var í skegginu kring um munninn, og hárið, mikið og dökkt, virtist standa upp á end- ann, eins og á grimmum ketti, sem »set- nr upp illskukamb«. Hann hélt í fæturna á öðru bami — þaðvarlítið, ekki meira en eins og þriggja ára — höfuðið hékk niður og dinglaði til °g það láku blóðdropar úr nefinu á því. Maðurinn stóð óstöðugt á fótunum og sveiflaði barnunganum til eins og hann byggi sig undir að þeyta því út yfir handriðið niður í uppganginn. — Megna brennivínsfýlu lagði af honum, og þó ég væri sama sem lamaður af skelfingu, var mér undir eins ljóst, að maðurinn var bandóður af drykkjuskap og reiði. Mér varð það fyrst fyrir að grípa barnungann. En um leið og ég kippti því af honum missti hann sjálfur jafnvægið og féll þungt út að riðinu, en það var hrörlegt og það brakaði í því. Á meðan hann var að ná jafnvæginu aftur, sá ég allt í einu fjórðu veruna í þessum for- garði Vítis, sem mér virtist ég vera kom- inn í. Ég sá konu óljóst — í dyrunum — hálfnakinn kvenmann. Fötin virtust hafa verið flegin af henni. Eítthvað skauzt eldfljótt fram hjá andlitinu á mér — ég sá skuggann — eða var það sinaber, nakinn handleggur? Það brast í hand- riðinu og — maðurinn var horfinn — og riðið hékk brotið. Ég heyrði orgið, sem hann rak upp, þegar hann datt — heyrði hann koma niður, velta lengra — og svo varð þögn. Allt hafði þetta gerzt á nokkrum sekúndum.... Ég stóð andspænis konunni í dyrunum, rétti henni ósjálfrátt og hugsunarlaust barnið, sem ég hélt á. Hitt barnið var kornið á fjórar fætur — það þorði ekki að rísa upp, en skreiddist eins og skað- skotið dýr að fótum hennar, og ég sá það hverfa inn um dyrnar. Konan stóð og starði á mig. Augun voru galopin og hreyfingarlaus. Andlitið eins og stirðnað í hverjum drætti. Hún hafði stóran marblett á hægri kinn, og hárið hékk í flyksum, eins og það væri hálf reitt af. Tárin streymdu án afláts niður þetta hreyfingarlausa steinandlit — en ekki einu sinni augnalokin titruðu. ... Skyndilega var eins og færðist líf í þetta dauða andlit — óeðlilegt, vofeiflegt líf. — Hún hallaði sér lítið eitt út úr

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.