Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 23
LYKILLINN 17 lega að vera kominn til Svíþjóðar daginn eftir, lofaði að borga húsaleiguna skil- víslega fyrir tímann sem ég yrði burtu, og bað hana að síðustu að koma lyklun- til húsvarðarins — ég hefði ekki haft tíma til að koma þeim sjálfur um kveld- ið, þar sem mér hefði ekki veitt af tím- anum til að búa mig undir ferðina! Svo laumaðist ég út úr húsinu. Og fyrir dög- un sat ég í lestinni, sem á fleygiferð brunaði með mig burt frá borginni, á- leiðis til Sundsins... f Stokkhólmi las ég fregnina um slys- ið í X-götu. — í blaðinu stóð, að lögregl- an hefði undir eins verið á því hreina með hvernig alít hefði atvikast. Maður- inn hafði verið alþekktur ónytjungur og yfirkominn drykkjumaður, sem mis- þyrmdi bæði konu og börnum, tók pen- ingana, sem konan vann sér inn og fór með þá á knæpurnar, og hugsaði ekkert um hvaða neyð fjölskyldan leið. Þetta kveld hafði hann svo komið heim drukk- inn og heimtað peninga af konunni, og þegar hún ekki vildi fá honum þá, eða átti þá ekki til, þá hafði hann barið, bæði hana og börnin, — það hafði séð á þeim öllum til muna, —- að því loknu hafði hann ætlað út aftur, en hrasað og dottið á handriðið, sem hafði látið undan þunga hans og við það hafði hann steypzt nið- ur í uppganginn svo illa, að hann þegar var dauður, er fólk kom að og kallaði á lögregluna. Menn höfðu haft grun um, að einhver af drykkjubræðrum hans hefði fylgt honum heim, — ef til vill inn í hús- ið, þvírétt um það leyti, sem hann fannst, hafði einhver tekið eftir dauðadrukknum manni, sem slagaði frá dyrunum og yfir garðinn, þar sem hann hafði kastað upp í einu horninu. En þegar farið var að svipast eftir þessum mannræfli, var hann horfinn.... Ég lagði blaðið frá mér og brosti. — En ég varð að þurrka af mér svitann. — Þegar ég mánuði seinna lá í rúminu mínu í X-götu og gamla konan mín færði mér morgunkaffið í fyrsta sinn eftir að ég kom heim frá Stokkhólmi, sagði hún mér á ný söguna um dauða drykkj u- mannsins. »Það var einmitt sama kveldið og þér lögðuð af stað, en þér hafið verið far- inn, svo þér hafið ekki orðið varir við neitt. Ja, ég varð það nú svo sem ekki heldur — og enginn, sem býr hérna meg- in í byggingunnk, sagði hún, »hérna megin býr ekki nema gott fólk — verka- mannafjölskyldur allt saman, — o, já, og það held ég. Nú, ég þekki þessa aum- ingja konu, ja, sú er nú búin að reyna sitt af hverju, auminginn hún frú Lund, — já, því hann hét Lund, mann-ræfill- inn, — 'já, aumingja konan, hún vinnur baki brotnu og hefir alltaf gert — þvær tröppurnar hérna í húsinu, og stendur þess á milli við vaskabalann, — því ég skal nefnilega segja yður, hún þvær fyr- ir fólk. — Hvar látið þér annars þvo af yður? Ég gæti nú svo sem komið óhreina tauinu yðar í vask, ef þér viljið, og hún þvær svo ljómandi vel, auminginn hún frú Lund... og nú er það líka eins og einhver guðsblessun fylgi því — og það sér líka á blessuðum börnunum hennar. — Já, það veit Guð, oft hefir mér runn- ið til rifja að sjá þau blessuð börn.... O, já, guð varðveiti mig fyrir þá, sem eiga svona menn! En þau hafa víst aldrei á æfinni átt eins gott eins og núna, þessir blessaðir aumingjar, svo, þó Ijótt sé, þá segi ég nú bara: Guði sé lof fyrir, að það fór eins og það fór!« sagði blessuð gamla konan. — 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.