Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sér föður sinn koma gangandi yfir vell- ina með þrem mönnum, einum einkennis- búnum, en hinum með háa hatta og í Ijósum rykfrökkum. Þegar hún beygir gegnum hliðið, sér hún þann fjórða koma ofan hæðina og ganga ofan á veginn til hinna. Hann er í ferðafötum, með byssu undir hendinni. Með honum trítla tveir veiðihundar. Mona þekkir hann. Þa,ð er jarðeigandinn, sem á bæinn hennar og jarðirnar í kring. Hún ekur hægt fram hjá og heyrir föður sinn segja-við hann: »En hvernig fer svo með jörðina, þeg- ar stríðinu lýkur«? »Það skaltu ekki brjóta heilann um«, svarar jarðeigandinn. »Þú verður hér, Robert, meðan þú lifir, og siðan börn þín«. Mona lætur hest sinn í hesthúsið og fer síðan inn, og þegar gestirnir eru farnir, kemur faðir hennar inn til henn- ar. Honum gengur treglega að segja henni, hvað gerzt hefur. Einn gestanna er landstjóri éyjarinnar; tveir voru send- ir af innanríkisráðuneytinu. »Það lítur út fyrir að stjórnin sé kom- in á sömu skoðun og þú«. »Hvað áttu við?« spyr Mona. »Að rétt sé að setja Þjóðverjana hér í gæzluvarðhald«. »Gæzluvarðhald? Hvað er það«? »Að þeirra sé gætt í herbúðum, svo að þeir geti ekki valdið neinum óþægindum«. »Fangaherbúðum« ? »Já, fangaherbúðum«. »Það er gott handa þessum svikurum og njósnurum. En hvað vildu þessir menn þér« ? »Landstjórinn kom með þá hingað. Honum virðist Knockaloe hentugasti staðurinn hér á eynni til þessarar fanga- geymslu«. Mona stendur agndofa. »Hvað áttu við? Á að hrekja okkur burt af jörðinni vegna slíkra kvikinda«? »Nei, það verður ekki gert«, segir gamli maðurinn og skýrir fyrir henni þá áætl- un, sem þessir he'iðursmenn frá London hafa lagt fram fyrir hann. Hann og fjöl- skylda hans á að halda áfram að búa þar og rækta þann hluta jarðarinnar, sem liggur meðfram hæðinni, til þess að sjá herbúðunum fyrir þeirri mjólk, sem þær þarfnast. Mona er óttaslegin. »Áttu beinlínis við, að við eigum að vinna til að halda lífinu í þessum Þjóð- verjum, meðan bræður þeirra drepa her- menn okkar í Frakklandi? Það get ég ekki fallizt á, aldrei að eilífu«! Faðir hennar verður að neita því. Auð- vitað getur hann neitað því. Þau hafa umráð með jörðinni, að minnsta kosti meðan leigusamningarnir eru í gildi. »Segðu landstjóranum, að hann verði að finna einhvern annan stað fyrir fangaherbúðir sínar«. Gamli maðurinn segist ekki hafa um neitt annað að velja. Á ófriðartímum. hefir stjórnin rétt til að krefjast hvers, sem hún vill, og skipun hennar verður að hlýða skilyrðislaust. »Jæja«, segir Mona, »látum þá hafa jörðina. Við getum þá farið eitthvað annað«. Gamli maðurinn segir henni, að það geti hann ekki; hann verði að vera kyrr. Stjórnin þarf hans með. »En mín þurfa þeir líklega ekki með?« »Jú, þeir þurfa þín einmitt með. Þeir hafa engar stúlkur í herbúðunum, en ein verður að vera hér«. »Já, það verður að minnsta kosti ekki ég«. Gamli maðurinn reynir að sannfæra ungu stúlkuna. Ætlar hún sér kannske að skilja hann hér einan eftir? »Og nú gerist ég gamall. Og Robbie er- í stríðinu«. Loksins lætur Mona tilleiðast. Hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.