Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 30
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vera það. Þeir hlægja, syngja og bölva á leiðinni. Mona stendur í dyrunum og virðir þá fyrir sér. Þeir koma auga á hana og á- varpa hana grófum gamanyrðum, sem hún ekki skilur, og smella með vörunum, eins og þeir væru að kyssa hana. Hún gengur snúðugt inn í húsið. »Þvílík skrímsli!« hrópar hún. »Þú ert harðbrjósta, stúlka, þú ert harðbrjósta«, segir gamli maðurinn. Mánuði síðar er þriðji skáli fullbúinn, og enn heyrist fótatak margra manna á þjóðveginum. Mona, sem heldur sig inni í húsinu, vill ekki fara út i dyrnar. Hún er gröm og reið yfir því að þurfa að dvelja meðal þessara Þjóðverja og hjálpa til við að sjá þeim fyrir fæði. Hún heyrir þennan nýkomna flokk ganga fram hjá, áleiðis til skála sinna, sem liggja sjávar- megin við bæinn og getur ekki komist hjá að veita því athyggli, að þeir vekja engan hávaða eins og hinir síðustu. Morguninn eftir segir faðir hennar, að þeir séu flestir ungir læknar, skrifstofu- þjónar, bankamenn og þess háttar. »Þeir eru mjög snyrtilegir«, segir gamli maðurinn. En Mona kiprar varirnar með fyrir- litningu. »Þeir eru Þjóðverjar. Það er mér nóg«. »Þú ert harðbrjósta, stúlka mín, þú ert harðbrjósta«, segir gamli maðurinn. »Stendur ekki skrifað að þú eigir að lesa »Faðir vor?« Þjóðverjahatur Monu magnast dag frá degi, en tvisvar á dag er hún neydd til að hafa afskifti af nokkrum þeirra. Kvöld og morgna verður hún að mæla mjólkina handa þeim. Koma nokkrir að sækja hana undir eftirliti varðmanna. Þeir reyna oft að brjóta upp á umtals- efni, en hún svarar þeim sjaldan og reynir að hlusta ekki á það, sem þeir' segja. Sá, sem alltaf kemur seinastur, er ung- ur fölleitur maður frá þriðja skála. Hann hefur þurran illkynjaðan hósta, og Mona hyggur, að hann sé brjóstveikur. Stund- um ætlar .meðaumkun með honum að ná tökum á henni, en hún yfirbugar alltaf slíkar tilfinningar. Hvað um það, þótt hann sé veikur! Hann er þó af því nöðru- kyni, sem kom ófriðnum af stað. Blöðin koma daglega, og á hverju kvöldi, að náttverði loknum, les gamli maðurinn stríðsfregnir fyrir heimilisfólk sitt. Þjóðverjar, sem hingað til hafa stöðugt virzt sækja fram, verða nú víða að halda undan. Her bandamanna er í samvinnu og þess er vænzt, að innan skamms verði óvinirnir yfirunnir. Rödd gamla mannsins, sem vön er að titra ögn í lestrinum, verður föst og næstum sigri hrósandi, þegar líður á lesturinn. Og þegar hann hefur lesið kafla úr Nýja- testamentinu, sem hann er vanur að lesa á eftir blöðunum, lokar hann þeirrí þungu bók, geyspar og segir: »Ég gef yður frið. Ég gef yður minn frið. Ég gef yður ekki eins og heimurinn gefur yður«. Þegar vinnufólkið er farið úr eldhús- inu, stendur Mona við eldstæðið, styður hendi á arinbríkina og segir skjálfrödd- uð við föður sinn: »Pabbi, er það mögulegt, að þú óskir eftir friði?« »En — guð hjálpi þér, barn! Hví skyldi ég ekki óska þannig?« »Ég óska ekki eftir friði. Ég óska eftir stríði, stríði, þangað til þessi kvikindi eru rekin heim, eða þeim jafnað við jörðu!« Fáum dögum síðar berst þeim bréf frá Robbie. Hann hefur verið kjörinn flokksstjóri og er í ágætu skapi. Fram að þessu hafa þeir átt erfitt, en nú lítur

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.