Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 33
MONA 27 húsglugginn er opinn, heyrir Mona að ráðherrann segir reiðilega: »Við hverju öðru er að búast? Þegar menn eru afgirtir eins og dýr, er það sízt að furða, þótt fái þeir dýrslegar hneigðir. Eina læknisráðið, sem hér er er að fá, er vinna, — nóg vinna«. Nokkrum dögum eftir þessa heim- sókn fara trésmiðir og múrarar að hyggja vinnuskála hér og þar í herbúð- unum, og mánuði síðar taka að heyrast sagarhljóð og hamarshögg þaðan, frá föngunum. Mona hlær. Þeim mun aldrei takast að gera þessar skepnur að mann- legum verum — aldrei! Haustið nálgast og akrarnir eru gulir yfirlits af þroskuðu korni, en allir ungu mennirnir frá Man, að minnsta kosti þeir, sem nokkurs eru nýtir, eru í stríð- inu, og bændurnir segja, að kornið verði að standa og rotna á ökrunum, fái þeir ekki hjálp við uppskeruna. Eitt kvöldið heyrir hún, að þeir fang- ar, sem vel hafi hegðað sér, verði sendir á jarðirnar í kring, til að hjálpa til við uppskeruna, og morguninn eftir sér hún hóp fara af stað ofan veginn og út um hliðið, undir eftirliti umsjármanna. »Ekki er þetta álitlegt«, hugsar hún, »svona mönnum er ekki að treysta«. Áður en mánuður er liðinn, bergmála herbúðirnar af nýjum hneykslissögum. Bréfin, sem föngunum berast, eru alltaf lesin af ritskoðunarmönnum. Flest hafa bréfin verið frá vinum þeirra heima í Þýzkalandi, en nú kemst það upp, að sum eru frá ungum stúlkum þar í hér- aðinu, sem hafa hitt Þjóðverjana meðan þeir unnu að uppskerunni og stofnað til vináttu við þá. Ein þeirra skrifar, að hún sé þannig á sig komin, að húsmóð- irin hafi rekið hana á burt. Nafn hennar er Liza Kinnish. Reiði Monu á sér engin takmörk. Þessi skækja! Og þó á hún bróður á vígstöðv- unum. Mona finnur ekki til sámúðar með slíkum manneskjum. Meðan menn- irnir berjast og deyja fyrir þær á blóð- vellinum, eru þær í vinfengi við þessi þýzku skriðdýr heima. Eins og maðurinn sáir mun hann og uppskera. »Ef það stæði í mínu valdi, skyldu slíkir kvenmenn hýddir, hýddir opinber- lega á torginu, að mér heilli og lifandi!« Héðan í frá hatar Mona fangana meira en nokkru sinni áður. Hún þolir naumast að sjá þýzku andlitin þeirra, eða heyra óminn af þýzku röddunum, en samt sem áður verður hún, sakir föð- ur síns, að búa mitt á meðal þeirra og meira að segja að afhenda þeim mjólk í mjólkurbúrinu tvisvar á dag. Seint á árinu stendur hún einn morg- un í mjólkurbúrinu og mælir mjólk í brúsana, sem merktir eru með tölu hverrar herbúðardeildar. Fangarmr sem koma að sækja þá, heilsa henni, en hún tekur ekki kveðju þeirra. Þegar hún heldur að þeir séu allir farnir, verður hún þess vör, að brúsinn frá þriðju deild stendur enn við búrdyrnar, þar sem hún hefur gengið frá honum. Ungi, fölleiti maðurinn, sem alltaf hóstaði var vanur að sækja hann, og hann kom stundum síðastur. Litlu síðar, er hún snýr baki að dyrunum, heyrir hún sagt fyrir aftan sig: »Á ég þenna, ungfrú?« Mona hrekkur við. Það er eitthvað í röddinni, sem vekur eftirtekt hennar. Hún er ekki hás og óþýð, eins og rödd hinna fanganna, heldur er hún djúp, mjúk og mannsleg. Sem snöggvast finnst henni jafnvel það vera rödd Robbies. Hún snýr sér við. í dyrunum stendur ungur maður, sem hún hefur aldrei fyrr séð. Hann er á að gizka um þrítugt, hár, beinn og fagurlimaður. Hárið er ljóst, 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.