Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 41
MAMMON OG AMOR 35 leikhúsinu, eða eftir það. — Nei, pabbi, þetta er einn þeiri'a örðugleika, sem pen- ingar geta ekki greitt fram úr. Við get- um ekki keypt eina mínútulengd af tíma fyrir peninga. Ríka fólkið mundi verða langlífara, ef þess væri kostur. — Það er útséð um, að mér gefist færi á að tala við ungfrú Lantry, áður en hún fer«. »Jæja, drengur minn«, sagði Anthony gamli glaðlega, »þú mátt nú fara að rölta á stað i klúbbinn þinn. Það gleður mig, að ekkert er að heilsu þinni. En gjarnan mættirðu muna að brenna nokkrum kert- um, svona annað slagið, til heiðurs Gjald- miðli gamla Mammonssyni. Þú segir að tíminn fáist ekki fyrir fé. Það er nú svo. Náttúrlega geturðu ekki pantað ei- lífðina, innpakkaða og heimsenda, fyrir ákvæðisverð. En ég hef nú samt séð öld- unginn Tíma verða býsna sárfættan og víxlaðan í spori á göngu sinni yfir gull- hrúgurnar«. Seint um kvöldið kom Elín frænka inn til Anthony bróður síns. Hún var blíð- lynd, rómantísk, hrukkótt, andvarpandi og tröllsliguð af auðæfum, og hóf nú upp harmagrát mikinn um ástarraunir Ric- hards. »Hann sagði mér frá því öllu saman«, sagði Anthony geyspandi. »Ég bauð hon- um bankabókina mína, en hann gerði ekki annað en skíta út peninga. Sagði að þeir væru gagnsláusir, og kvað ófram- kvæmanlegt að þoka lögum samkvæmis- lífsins um hársbreidd, þó tuttugu mill- jónamæringum væri beitt fyrir«. »ó, Anthony, bróðir«, andvarpaði Elín frænka, »það vildi ég að þú hugsaðir ekki svona mildð um veraldleg gæði. Auðæfi mega sín einkis, þar sem sönn ást á í hlut. Ástinni eru allir hlutir mögulegir. ó, hefði hann bara tjáð henni ást sína fyrr! Hún hefði ekki getað neitað hon- um Richard okkar. En nú er ég svo hrædd um að það sé orðið of seint, því héðan af fær hann víst ekkert tækifæri til að tala við hana. Allt þitt gull megn- ar ekki að kaupa syiú þínum hamingj- una«. Um áttaleytið kvöldið eftir, tók Elín frænka slitinn, fornfálegan hring upp úr mölétinni öskju, og gaf Richard hann. »Berðu hann í kvöld, frændi minn«, sagði hún, »hún móðir þín átti hann, og sagði að það fylgdi honum hámingja í ástum. Hún bað mig að afhenda þér hann, þegar þú hefðir fundið þína hjart- ans útvöidu«. Richard tók við hringnum með lotning- arsvip, og bar hann á litla fingur sér. Hann komst ekki nema upp að miðliðn- um, svo Richard tók hann ofan, og stakk honum í vestisvasann, eins og karlmönn- um er títt. Því næst hringdi hann eftir bílnum. Klukkan tvær mínútur yfir hálf níu tosaði hann ungfrú Lantry gegnum ið- andi mannþröngina á járnbrautarstöð- inni, og inn í bílinn. »Við verðum að flýta okkur, svo mamma og gestirnir þurfi ekki að bíða«, sagði hún. »Keyrðu til Wallack leikhússins, eins hratt og þú getur, »kallaði Richard til vagnstjórans. Þau óku í loftinu upp 42. stræti, eins og leið lá í áttina til Breiðgötu, en á 34. stræti kallaði Richard allt í einu til bíl- stjórans, og bað hann að stanza. »Ég missti hring«, sagði hann í afsök- unartón, um leið og hann stökk niður úr bílnum, »mamma mín átti hann, og mér þætti mjög leitt að tapa honum. Það tef- ur okkur ekkert, — ég sá hvar hann datt«. Hann var að vörmu spori búinn að finna hringinn, og kominn upp í bílinn aftur. En rétt,í þessum •svifum stanzaði bíll, sem var að fara þvert yfir strætið, beint 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.