Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 48
BÓKMENNTIR. Tvær l/óðabœkur. Hulda: Þií hlustar Vör. Ljóða- flokkur. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. Álfur frá Klettstíu: Úlfablóð. Ljóð. Reykjavík 1933. Útgef- andi: Vilh. S. Jóhannsson. Það mun tæplega vera ofmælt, að í engu landi hafi verið gefnar út jafn margar ljóðabækur í hlutfalli við mann- fjölda og á íslandi. Hafa sumir amast við þessu og talið ljóðagerðina hálf- gildings þjóðarlöst á íslendingum og bent á það, að margt af kveðskap þeirra seint og snemma hafi verið rímhnoð og leir- burður, sem ekkert varanlegt gildi hafi haft, en verið okkur fremur til skamm- ar í menningarlegu tilliti, eins og dugg- arabandsprjónlesið og annar heimilisiðn- aður undanfarandi alda. Ennfremur hef- ur verið bent á það, að ljóðagerð færi yfirleitt þverrandi í umheiminum og þætti nú vera orðin úrelt íþrótt. Þessi síðarnefnda ástæða er fremur léttvæg. Satt er það að vísu, að fátt er nú uppi meðal stórskáldanna af ágætum ljóðaskáldum, sem jafnist á við snillinga nítjándu aldarinnar. Þeir, sem einhvern neista hafa þegið af hinni heilögu glóð, snúa sér frekar að því að skrifa skáld- sögur, stór og þykk bindi, sem seljast fyrir mikla peninga. Engin sönnun er fyrir því, að hér sé um neina æskilega framþróun að ræöa í heimi listarinnar. Hitt liggur beinna við að álykta, að skáld nútíðarinnar séu orðin engu minni Mammons vinir, en Mímis, þeir kunni betur en fyrirrennarar þeirra, að haga sér eftir lögmálum kaupsýslunnar utn framboð og eftirspurn og séu þessvegna ekki að leggja höfuð sín í bleyti til þess að grafa eftir því gulli, sem ekki er selj- anlegt fyrir nokkurn leir. Hitt borgar sig betur á mælikvarða hagsmunanna, að selja leir sinn í þykkum bindum fyrir gull. Eins og það kostar miklu minni andlega áreynzlu að rita óbundið mál, heldur en ljóð, eins kostar það minni áreynslu að lesa það. Og öll nútímamenn- ingin stefnir að því, að menn þurfi ekki í gáfnafarslegum efnum, fremur en öðr- um að steyta fót sinn við steini. Bráðum hætta menn einnig að nenna að lesa skáldsögurnar. Kivikmyndir og útvarp taka af mönnum alla fyrirhöfn hugsun- arinnar og um leið alla gleði hennar. Slík »menningartæki geta orðið tvíeggj- uð og guð má vita, hvort þau verða ekki menningunni frekar til falls, en viðreisn- ar. Þau ráðast a. m. k. eins og freistar- inn að manninum, þar sem hann er veik- astur fyrir. Við ekkert er honum eins meinilla og að þurfa að hugsa. Þau bjóða honum upp á þau »þægindi«, að taka það ómakið af honum og gera hann að and- legum undirmylking. En snúum okkur aftur að ljóðagerð- inni. Þó að rímurnar þættu stundum ó- kræsilegar og píndar fram á horleggjum vankunnandi listar, þá náðu höfundar þeirra sér samt sem áður alloft niður í mansöngvunum og þar glitrar ósjaldan á perlur í sorpinu, sem friðþægja fyrir all- ar syndir Edduhnoðsins og sanna, að þarna voru ekki aðeins að starfi elju- miklar sálir, heldur sálir, sem einnig áttu til brennandi sárar tilfinningar og djúpar andlegar þi’ár. Gegn um kotungs- flíkur rímunnar skín í ljóðagáfu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.