Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Qupperneq 51
BÓKMENNTIR
45
Þetta er fallega sagt, en þannig eru
ljóð þessi yfirleitt.
í kvæðunum er ef til vill ekki eldhiti
hinnar suðrænu Saffó, en það er hlý,
norræn vorbirta og stjörnuskin andlegr-
ar heiðríkju. Útgáfan er hin prýðilegasta.
Bókin er aðeins gefin út í 260 tölusettum
-eintökum, og mun því brátt verða fá-
gæt.
'fi
Álfur frá Klettstíu er að því leyti
skyldur Huldu, að hann er ósvikið nátt-
úrubarn eins og hún og lifir og hrærist
í því mjög heilaga landi, sem »liggur ás-
um og álfum nær« — landi ljóðrænnar
fegurðar:
»Á sumardögum í sólarljóma
vefst sær og land í töfradróma
Og fjöllin hanga
með fell og dranga
og ferleg skörð.
Og bylgjur ganga
með bros á vanga
um breiðan fjörð.
Nú angar nóttin af ungum viði
— sveipar landið ljúfum friði.
Fugiar þegja
og höfuð hneigja
höfga rótt.
Sólin hnígur.
Og' svanur flýgur
í sumarnótt«.
Þetta er enginn óhræsis kveðskapur!
Höfundurinn, sem af einhverri ástæðu
hefir gefið ljóð sín út undir dulnefni,
■virðist vera nýgræðingur. Ef maður ger-
ráð fyrir svo sjaldgæfum hlut um
ungt ljóðskáld, að það dylji nafns síns
fyrir hæverskusakir, þá er það hér að
°fyrirsynju. Höf. þarf engan kinnroða
að bera fyrir þessi Ijóð sín. Það eru að
v'su ekki tekin nein stórvægileg við-
fangsefni, sem tæplega er að vænta’ i
litlu Ijóðakveri eftir byrjanda. Helztu
yrkisefnin eru gamalkunnug. En það eru
samt sem áður engin vetlingatök, sem
höundurinn hefir við strengleikinn. Orð-
fimi hans er í bezta lagi og það hvílir
einhver sérlega fagur, angurmjúkur blær
yfir þessum Ijóðum. Maður hefir ánægju
af að lesa þau aftur og aftur. Hér er
enginn hávaði eða rembingur, heldur
mjög fíngerð og draumlynd mannssál,
sem stundum verður þröngt um andar-
dráttinn, er hún nemur raddir frá myrkri
og moldu:
»Þær svífa um svartnættið auða
líkt og súgur frá eilífð og dauða,
þessar raddir, sem hug mínum halda
um húmið þær ákaft og þreyjulaust kalla
þær heimta uppskeru hundraðfalda
eg heyri blöðin, sem dropa. falla
til jarðar niður, í móðu og myrkur
og moldu, sem gleypir alla«.
Höfundurinn leikur sér oft að því, að
velja einkennilega og frumlega hætti og
kemst vel frá því. Sem dæmi má nefna
kvæðið: »Högg á dyrum«, — sem þetta
er upphafið að:
»Högg á dyrum dynur.
Dauði er kominn, vinur.
Gleymsku stormsins stynur
hrönn.
Allir æfi týna.
Æskudaga þína
hefir nagað tíma
tönn«.
Nótt allra nótta er prýðilegt kvæði í
sinni röð, látlaust og innilegt:
»Af bernskusystrum mínum varstu yngst og
allra bezt,
með yndi vors í hverri hreyfing þinni.
Og enginn kyssti betur sinn auðnulausa gest,