Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ið að stýrishjólinu. Þar á hann heima. Þar er það hann, sem ræður. Nú skal það vera alveg eins og í gamla daga. Jæja, góðir hálsar, viljið þið fá fisk- þvott? Stúlkurnar svara undrandi: Já. Ágætt! anzar Reiersen. Kaupið verður það sama og áður. Komið hingað með bátana, og farið að tína á viktina. En það fór ekki eins og í gamla daga. Fiskstúlkurnar urðu líka stuttar í spuna og fóru í bátana. Þegar þær ýttu frá skút- unni og reru í áttina til lands, varð skip- stjórinn að láta í minni pokann og ganga að kröfum þeirra: Ég læt ykkur hafa þessa sex skildinga, og svo má fjandinn hirða ykkur. Þá sneru bátarnir við. Hlerarnir voru teknir frá lestaropinu, og fiskinum, sem saltið draup af, var fleygt upp á þilfar. Það var unnið dag eftir dag og aðeins stanzað til þess að sofa. Á fiskreitunum var krökkt af fólki. Sumir þvoðu, aðrir báru fiskinn á börum úr tunnustöfum og enn aðrir breiddu úr honum á klappirnar. Eftir því sem dagarnir liðu, minnkaði í skútunni og hún lyftist upp úr sjónum. Að endingu var allur skrokkurinn kom- inn í ljós, aðeins kjalbakkinn var í kafi. „Sjöstjarnan“ var þvegin. Hún var tóm. Nú átti Reiersen skipstjóri góða daga. Meðan skipshöfnin var að skafa og mála skútuna, var hann að flækjast í landi, með hendurnar í buxnavösunum, og glett- ast við stúlkurnar. Hann skipti sér ekkert af Pálínu, enda var hún komin undir fer- tugt, og sagði, vegna trúar sinnar, eins fátt og mögulegt var. En þegar Reiersen að hennar dómi, gerðist óþarflega léttúð- ugur, sendi hún honum þögula ásökun með því auganu, sem heilt var. Þannig leið vika eftir viku, en Reiersen varð ekk- ert ágengt við nokkra þeirra. Hann var orðinn of gamall. Nú voru það piltarnir í Voginum, sem höfðu töglin og hagldirnar. Uss! sögðu stelpurnar, þegar hann varð of nærgöngull, og þetta „uss“ þýddi: Láttu mig í friði! En nú var Reiersen að velta einhverju fyrir sér. Aldurinn var hreint ekki svo hár fannst honum, og hann vissi mæta vel, að hann var ennþá hinn ágæti Reier- sen skipstjóri frá því í gamla daga. Hann hafði siglt „Sjöstjörnunni“ aftur og fram um úthöfin og aldrei hlekkst á, hann hafði keypt fisk og látið þurrka hann, haft með höndum reikningsskil, sem voru eins löng og borðstokkurinn á skútunni og fært skipsdagbókina alveg óaðfinnan- lega. Samt vildi fólkið ekki sýna honum tilhlýðilega virðingu. Þvoðu káetuna, sagði hann við kokk- inn. Svo fer Reiersen í land og segir þurrk- fólkinú, að hann þurfi að fá tvær stúlkur fram á skútuna, til þess að stagla í föt fyrir sig, og gera við nokkrar rifur á fána „Sjöstjörnunnar“. En hér kom babb í bátinn fyrir Reier- sen. Enga stúlkuna langaði til að fara um borð. Hann reyndi í nokkra daga, en allt var jafn árangurslaust. Loksins sagði þó ein þeirra: Ef skipstjórinn getur notazt við mig, skal ég vera honum hjálpleg með þetta. Það var Pálína, sem var svona góð- hjöi’tuð. Reiersen hugsar sig um svolitla stund, meðan auga hennar hvílir rannsakandi á honum. Hvað hafði hann að gera með Pálínu? Loksins tekur hann þó boðinu og hún fer út í skipsbátinn, en fiskstúlkurn- ar, sem eftir verða, horfa flissandi á þau. í raun og veru hafði það ekki verið ætl- un Reiersens að fylla káetuna leiðinlegri guðhræðslu. Nei, hann hafði ætlað sér að eiga þar skemmtilegan dag, með fjörug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.