Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um snjöll brögð, sem áætluð voru og und- irbúin, en sem komið var í veg fyrir, um einkennileg glæpaverk, sem framin höfðu verið, en aldrei komizt upp, hver valdur var að o. s. frv. Brot af samræðum þess- um bárust til Belindu Mary, þar sem hún stóð í tjölduðum dyraganginum, sem lá frá borðstofunni og yfir að herberginu, sem hún notaði fyrir skrifstofu. „. ... munið þér eftir Bolbrook málinu, Sir George? Ég nappaði náungann I O- dessa... .“ ,,....það einkennilega var, að ég fann enga peninga á líkinu, aðeins lítinn vernd- argrip úr gulli með einstökum smaragð í, svo að ég vissi, að það var stúlkan með loðhattinn, sem hafði. .. „... . Pinot sleit sig lausan eftir að hafa sett í mig þrjár kúlur, en ég skreiddist út að glugganum og skaut hann til bana — það var sannarlega vel skotið. .. .“ „Þeir stóðu upp til að heilsa henni, og T. X. kynnti hana mönnunum. Og í sama bili kom John Lexman. Hann leit þreytulega út, en tók kveðju lögreglufulltrúans glaðlega. Hann þekkti alla gestina að nafni, og þeir hann. Hann hafði með sér fáein blöð, sem hann lagði á litla borðið, er sett hafði verið fram handa honum, og er kynningunum var lokið, gekk hann að borðinu og hóf mál sitt hérumbil formálalaust. XXI. KAPÍTULI. SAGA JOHN LEXMAN’S. „Eins og yður mun öllum vera kunnugt, rita ég sögur, sem hlotið hafa hylli sökum þess, að ég hefi.í þeim samið og byggt upp ýmsa all flókna glæpsamlega leyndar- dóma, og leyst úr þeim eftir á. Yfirlög- reglustjórinn hefir verið svo vinsamlegur að skýra yður frá því, að sögur mínar væru .eitthvað annað og meira en hrein og bein leit eftir hylli lesendanna, og að ég leitaðist við í sögum þessum að setja fram flókna og dularfulla atburði og að- stæður, en þó sennilegar, og beitti síðan hugviti mínu til þess að finna þá úrlausn þessara mála, er ekki aðeins sé aðgengileg. fyrir venjulega lesendur, heldur einnig fyrir lögreglu-sérfræðinga. Þó að ég áður fyrri tæki ekki starf mitt með neinni sérstakri alvöru, og sæktist. vissulega mest eftir æsandi atvikum og. viðburðum, þá er mér nú samt ljóst, er ég lít til baka, að þótt starf mitt virtist stundum tilgangslaust, þá var þó undir niðri eitthvað það, sem líktist ákveðnum. athugunum og rannsóknum. Þér verðið að afsaka þetta sjálfshól mitt, sökum þess, að það er nauðsynlegt, að ég: geri yður þessa skýringu, og þér lögreglu- menn, sem hafið mikla reynslu og þekk- ingu á þessháttar málum, munið geta metið rétt þá staðreynd, að eins og mér var kleift að setja mig í spor hinna ímynd- uðu glæpamanna í sögum mínum og hugsa þeirra hugsunum, þannig er mér nú jafn kleift að rekja hugarfar manns þess, er morðið framdi, eða a. m. k. að endurskapa sálarhræringu banamanns Re- mington Kara. Flestum ykkar munu kúnnug öll aðal- atriði viðvíkjandi manni þessum. Þér vit- ið, hverskonar persóna hann var. Þér þekkið dæmi upp á hræðilegt miskunnar- leysi hans. Þér vitið, að hann var svartur blettur á guðs grænni jörð, grimmur mað- ur, sem sífellt sóttist eftir að fullnægja þeirri einkennilegu morð- og pyntinga- fýsn, sem er harla sjaldgæf jafnvel hjá glæpamönnum.“ John Lexman hélt nú áfram að lýsa drápi Vassalaro’s. „Mér er nú full-ljóst, hvernig það skeði,“ mælti hann. „Jólin áður hafði ég meðal annarra gjafa fengið marghleypu frá einhverjum ókunnum aðdáanda. Þessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.