Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 31
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 25 greiða erfingjum hans þessa upphæð, og það sem eftir var af peningunum ásamt öllum skjölum hans, að þeim undanskild- um, er snertu viðskipti þeirra Kara, af- henti ég brezka ræðismanninum. Ég var alls eigi ólíkur hinum látna í sjón. Skegg mitt hafði vaxið alveg villt og óhirt, og ég þekkti nóg inn á sérkenni og sérvizku Gathercoles til þess að geta stælt það sæmilega. Fyrsta spor mitt var því að tilkynna komu mína óbeinlínis. Ég er sæmilega góður blaðamaður með allvíðtæka al- menna þekkingu, og á þeim grundvelli og með leiðbeiningu nauðsynlegra bóka, sem ég fékk hjá British Museum bóka- safni, samdi ég svo sæmilega góða blaða- grein um Patagóníu. Þessa grein sendi ég svo til The Times ásamt nafnspjaldi Gathercoles, og eins og þér vitið, var greinin prentuð. Næsta sporið var að fá hæfilega gistingu á milli Chelesa og Scotland Yard. Ég var svo heppinn að ná í fullbúna íbúð, þar eð eig- andinn hafði farið til Frakklands í þrjá mánuði. Ég borgaði leiguna fyrirfram, og þar eð ég sleppti öllum sérvizkuhnykkj- um Gathercoles, hefi ég líklega gengið í augu eigandanum, sem tók boði mínu meðmælalaust. Ég lét sauma mér ný föt, ekki samt í Lundúnum,“ mælti hann brosandi, „held- ur í Manchester, og gerði mér allt far um að ég skyldi éigi þekkjast aftur eftir á. Þegar ég var búinn að safna þessu sam- an í íbúð minni, kaus ég mér ákveðinn dag. Um morguninn sendi ég tvö ferða- koffort með mestöllum farangri mínum til The Great Midland Hotel. Eftir hádegið gekk ég til Cadogan Squ- are og var þar á vakki, þar til ég sá Kara aka á brott. Það var í fyrsta sinn sem ég sá hann síðan ég fór frá Albaníu, og ég þurfti á öllum mínum sálarkröftum að halda til þess að ég skyldi ekki hlaupa beint á hann á götunni og reyna að tæta hann sundur með höndunum. Skömmu eftir að hann var horfinn, fór ég heim til hans og stældi alla framkomu og kæki vesalings Gathercoles. Ég var fremur óheppinn í upphafi, og ég hrökk við, er ég varð þess var, að þjónn Kara var sá hinn sami glæpabróðir, sem hafði unnið með mér í fangavarðarhúsinu morguninn sæla, sem ég strauk frá Dart- moor. Það var ekki um að villast, og þeg- ar ég heyrði málróm hans, var ég alveg viss. Skyldi hann þekkja mig aftur, hugs- aði ég með mér, þrátt fyrir skeggið og hlíf ðargler augun ? Auðsjáanlega gerði hann það ekki. Ég gerði fleiri tilraunir í þá átt. Ég rak and- litið alveg framan í hann, og í seinna skiptið skoraði ég á hann að prófa gráu hárin í skegginu á mér og hermdi þá alla kæki Gathercoles. Ég var því í svipinn ánægður með þessa tilraun mína, og eftir dálitla viðstöðu fór ég þaðan aftur og hélt heim til mín í Victoria Street og beið kvöldsins. Meðan ég beið eftir Kara, hafði ég virt húsið nákvæmlega fyrir mér og tók þá eftir því, að tveir sjálfstæðir símar lágu inn í húsið. Ég gizkaði á það, án þess að ég þó vissi það, að annar þessara síma væri einkasími, og þar sem mér var kunnugt um sífelldan ótta Kara, gat ég mér þess til, að þessi sími myndi liggja til einhverrar lögreglustöðvar eða að minnsta kosti einhverrar varðstöðvar hans. Kara hafði samskonar útbúnað í Albaníu, er tengdi höll hans við riddara- iiðsvarðstöðina í Alessó. Þetta hafði Hús- sein sagt mér. Seinna um kvöldið fór ég aftur á hnot- skóg, og sá þá ljós í herbergisglugga Kara, og tíu mínútum yfir. tíu hringdi ég dyra- bjöllunni, og ég held að það hafi verið þá, sem ég gerði próftilraunina með skeggið. Þjónninn sagði mér, að Kara væri í her- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.