Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 27
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 21 urheimta sjálfan mig! Trúið mér,‘ mælti hann og kinnkaði kolli, ,konan yðar mun njóta beztu læknishjúkrunar, sem unnt er að fá!‘ Kara fór brott og ég sá hann ekki aftur langa hríð. Hann sendi mér aðeins fáein orð hripuð á miða morguninn eftir, og sagði mér, að konan mín væri dáin.“ John Lexman stóð upp úr sæti sínu og skálmaði fram og aftur um gólfið, með hökuna niðri á bringu sér. — „Upp frá því,“ mælti hann, „lifði ég að- eins til þess eins, að hegna Remington Kara. Og herrar mínir, — ég hegndi hon- um.“ Hann stóð á miðju gólfinu og barði hnýttum hnefunum á breitt brjóst sitt. „Ég drap Remington Kara,“ mælti hann, og allir viðstaddir — að einum und- anskildum — urðu svo forviða, að þeir tóku andann á lofti. Þessi eini var T. X. Meredith, sem hafði vitað þetta frá upphafi. XXII. KAPÍTULI. Að stundarkorni liðnu hélt Lexman á- fram sögu sinni: „Ég hefi drepið á það áður, að í höll Kara var maður einn, Salvolió að nafni. Hann hafði verið dæmdur til lífstíðar fangavistar í hegningarhúsi einu á Suður- Italíu. Honum tókst þó að strjúka þaðan á dularfullan hátt og komst á smábát yfir Hadríaflóa. Mér er ókunnugt um, á hvern hátt Kara náði í hann. Salvolió var mjög ómannblendinn maður. Og ég komst aldr- ei að því með vissu, hvort hann var Grikki eða ítali. En það eitt er ég viss um, að hann var sá fullkomnasti þorpari — að húsbónda sínum undanskildum — sem ég nokkurn tíma hefi mætt á æfi minni. Honum var laus höndin að grípa til bnífsins, og einu sinni sá ég hann drepa einn gæzlumanninn, sem hann grunaði um að hafa látið mig fá of góðan mat, og bar ekki meira á samvizkubiti hjá honum, en þó hann hefði drepið rottu. Það var hann, sem veitti mér áverkann þann arna.“ John Lexman benti á kinn- ina á sér. í fjarveru húsbónda síns tók hann að sér að stæla ofsókn Kara gegn mér, en honum fórst það fremur klauía- lega. Hjá honum fékk ég einnig vitneskju — þá einustu sem ég hefi fengið — um meðferð þá, sem vesalings Grace varð að þola. Hún hafði andstyggð á hundum, og Kara hlýtur að hafa komizt að því, •—• og í svefnherbergi hennar — hún var sýni- lega látin njóta meiri þæginda heldur en ég — hafði hann bundið fjóra grimma hunda svo nærri henni, að þeir gátu nærri því glefsað í hana. Ummæli nokkur, sem þetta ruddamenni hafði um konu mína, gerðu mig svo æst- an og trylltan af heift, að ég stökk á hann. Hann brá hníf sínum og lagði til mín, um leið og ég hentist niður á gólfið, og það var kraftaverk, að ég skyldi sleppa með lífi. Hann hafði bersýnilega fengið fyrir- skipanir um að snerta mig ekki, því að eftir á var hann lafhræddur, enda sýndi það sig, að hann hafði fulla ástæðu til þess. Þegar Kara kom heim aftur, varð hann þess þegar var hvernig ég leit út í andlitinu, rannsakaði málið og lét síðan fara með Salvólíó út í húsagarðinn og gefa honum iljastrokur á austurlanda- vísu, unz fætur hans voru meyrir og blóð- ugir eins og kjötstykki. Þér getið þess því nærri, að maður þessi hataði mig ógurlega og með áþekkri grimmd og húsbóndi hans. Eftir að Grace var dáin, fór Kara skyndilega á brott, og var ég þá algerlega á valdi þessa dásam- lega manns. Er hún, sem var aðaltilefnið til heiftúðugrar hefndar Kara, var úr sögunni, var sem hann sinnti mér minna en áður og gæfi mér lítinn gaum yfirleitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.