Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 48
42 NÝJAR KVÖLDYÖKUR „Og samt tekurðu á móti gestum og skreytir með páskaliljum á fjörutíu aura stykkið!“ „Ýktu dálítið meira! Þrjátíu. Ég fékk þær fyrir þrjátíu.“ „Þú hafðir páskaliljur eins og til heill- ar miðdegisverðar-veizlu,“ sagði Aggí í ásökunarróm. „Já, í dag ferðu heim með mér og borðar með mér miðdegisverð.“ „Þakka þér fyrir, en ég er ekki laus. Ég fer út með góðvininum Andersen." Aggí hló. „Nei, þakka þér fyrir, þessu gleypi ég ekki við.“ „Nei annars, í alvöru, ég ætla heim og borða upp allt smurða brauðið sem var eftir í gærkvöld, og ég ætla að hugsa heil- mikið um framtíðina og skapa eitthvað „úr engu og óhentugu efni.“ Það er að segja að ég finn samt ef til vill eitthvað til að búa mér kjól úr.“ „Starfandi stúlkur, klukkan er hálf- eitt.“ hrópaði ungfrú Nickelsen úr skjala- deildinni og þóttist vera agalega fyndin. „Ennþá hálfur fjórði klukkutími eftir,“ sagði Aggí og andvarpaði þungan. „Það er engin starfsgleði í þér barnið mitt,“ sagði Ruth móðurlega. „Starfsgleði!“ Ungfrú Vang úr farm- bréfadeildinni greip orðið á lofti um leið og hún gekk fram hjá. „Það getur þó lík- lega enginn fundið til starfsgleði við svo leiðinlegt starf og tilbreytingarlaust og það sem við höfum.“ „O, seisei, jú,“ sagði Ruth. „Allt starf getur verið skemmtilegt. Gerið hrossa- kaup við forlögin og segið t. d.: Ef ég klára þetta og þetta á þessum og þessum tíma, þá vinn ég í happdrættinu eða mér verður boðið í leikhúsið í kvöld — eða ég fæ bréf frá þessum og þessum o. s. frv.“ „Gerið þér þetta sjálf?“ „Ég? Nei, ég geri það auðvitað ekki,“ sagði Ruth og hæddist að sjálfri sér. „Haf- ið þér ekki ®tekið eftir því, hvað ég er dugleg að tala og ráða öðrum til að gera allt það, sem ég geri ekki sjálf? Þér haf- ið líklega heyrt, hve það er auðvelt að uppala annarra börn!“ „Þér eruð sveimér skrítin,“ sagði ung- frú Vang. „Betri en orðrómurinn,“ sagði Aggí og stakk höndinni undir handlegginn á Ruth og dró hana með sér. „Hamingjan góða, fer ljótt orð af henni?“ hvíslaði litla ungfrú Hansen — sem var tiltölulega ný á skrifstofunni — forvitnislega. „Hugsa sér, það hafði ég ekki hugmynd um.“ Ungfrú Vang virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Drottinn minn dýri, hvað þér eruð heimskar,“ sagði hún blátt áfram. Ungfrú Hansen labbaði sneypuleg á eftir henni. Iss, hvað þær voru andstyggilega montn- ar allar saman. Og ómögulegt að átta sig á þeim að minnsta kosti — og ekki gat hún vitað hvenær Ruth Lange talaði í háði eða alvöru. — — — Frh. Benedict Carfzov í Leipzig, sem uppi var 1595—1666, var einn voðalegasti galdradómari í Þýzka- landi á galdrabrennuöldinni. Hann dæmdi 20000 galdramenn til dauða. Að öðru leyti var hann vandaður maður og trúaður mjög. Hann las biblíuna 53 sinnum spjaldanna á milli, og var til altaris í hverjum mánuði. (Tekið úr óprentuðu riti eftir Ólaf Da- víðsson: Um galdur og galdramál á ís- landi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.