Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 52
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Skotasögur. Enskum umferðasala tókst einu sinni að selja Skota nokkrum ónýtt úr fyrir 10 shillings. Eftir þetta gekk hann alltaf stóran krók, þegar hann átti leið hjá heim- ili Skotans, en dag nokkurn mættust þeir af tilviljun á götunni, ,og nú var Eng- lendingurinn auðvitað mjög forvitinn, að vita hvað Skotinn myndi gjöra. Hann bjóst við að hitta hann fokvondan, en það var langt frá að vera tilfellið. Þegár þeir höfðu heilsazt, sagði Skot- inn: — Það var leiðinlegt með úrið þarna um daginn, en ég sneri mig nú laglega út úr því. Ég stofnaði til happdrættis um það, og seldi 60 miða á 1 shilling hvern. Þetta gekk ágætlega; sá eini, sem varð óánægður, var sá, sem fékk úrið; en ég stakk bara að honum 2 shillings og þá var hann ánægður líka. ❖ Tveir gamlir Skotar hittust í London, og fóru að tala saman. — Hvernig fórstu nú annars að því, að vinna þér inn alla þessa peninga? — Ég gerði félag við ríkan mann. — Já, en hvernig gaztu það? — Jú, sjáðu nú til, hann átti peningana, en ég reynsluna. — Og varð þetta svona hagkvæmt fyr- ir þig? — Já, því að þegar við skildum, þá hafði ég peningana, en hann reynsluna! * Drengurinn: Hvað er 5%, pabbi? Faðirinn: Allt of lítið, drengur minn, allt of lítið. Skoti og Vesturjóti hittust í bænum, og" fengu sér fullmikið af skozku whisky og vesturjózku kaffipúnsi. Endirinn varð svo sá, að þeir lentu báðir í fangelsi. Daginn eftir, þegar þeir komu fyrir réttinn, spurði dómarinn syndaselina: — Voruð þið fullir í gærkvöldi? — Fullir? — sagði Vesturjótinn. Það er ekki rétta orðið, við vorum alveg ótrúlega fullir. — Eruð þið nú vissir um það? spurði dómarinn. — Já, því að Skotinn, vinur minn, gekk allt kvöldið og jós peningunum á götuna, en ég safnaði þeim jafnóðum saman, og fékk honum þá aftur! ❖ Hérna um daginn varð bílslys. Öðrum bílnum stýrði Skoti, en hinum Gyðingur. Þegar þeir skriðu út úr ræflunum af bíl- um sínum, kom það í ljós, að Skotinn var stór og stæðilegur, en Gyðingurinn lítill og vesældarlegur. Skotinn klappaði vingjarnlega á öxlina á Gyðingnum og bauð hounm að fá sér hjartastyrkjandi af vasafleygnum. — Fáðu þér sopa, sagði hann. Gyðing- urinn gerði það og þegar hann hafði þakkað fyrir sig og hælt drykknum, sagði Skotinn hjartanlega: — Fáðu þér bara annan til, lagsmaður. Tveim mínútum síðar bar þarna að lög- regluþjón, sem spurði hvorum þeirra á- reksturinn hefði verið að kenna. Skotinn svaraði: — Það er ekki mitt, að segja um það, en þér getið rétt lyktað af piltinum þarna! ❖ — Við höfum veraði að ráðgera að fara skógarför, Mac Dee, ég ætla að taka mat- inn með, Mr. Wilks ætlar að taka snaps- inn með.... — Allt í lagi! Þá tek ég bróður minn með! ---=3>i=$E=í£S----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.