Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 35
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 29 „Hversvegna auðvitað?“ spurði yfirlög- reglustjórinn. „Sökum þess,“ svaraði T. X., „að hinn rétti Gathercole hafði misst hœgri hand- legginn. — Það var einasta skyssan, sem Lexman varð á.“ „Hm,“ yfirlögreglustjórinn togaði í yf- irskegg sitt og litaðist spyrjandi um í her- berginu, „við verðum að ákveða okkur fljótt viðvíkjandi Lexman," mælti hann. „Hvað segið þér, Carlneau?“ Frakklendingurinn yppti öxlum. „Ég fyrir minn part myndi ekki aðeins skora á Innanríkisráðuneyti yðar að náða hann, heldur einnig mæla með, að hann fengi eftirlaun,“ svaraði hann opinskátt. „Hvað segið þér, Savorsky?11 Rússinn brosti ofurlítið. „Þetta er mjög áhrifarík saga,“ sagði hann rólega og stillilega, og mér virðist að ef þér færuð að draga Mr. Lexman fyrir lög og dóm, þá mynduð þér að lík- indum vekja dálaglegt hneyksli. Meðal annars,“ mælti hann og strauk hið snortra litla yfirskegg sitt, „vil ég gera þá athuga- semd, að á hvern hátt, sem flett væri ofan af ástandinu í Albaníu og lagaleysinu þar, myndi það nú sem stendur ekki verða litið blíðum augum af minni landsstjórn.“ Augu yfirlögreglustjórans blikuðu og hann kinnkaði kolli. „Það er líka mín skoðun," mælt yfir- niaður ítölsku lögreglunnar. „Auðvitað höfum við mikinn áhuga á öllu því, sem skeður meðfram ströndum Hadríaflóa. Mér virðist að Kara hafi hlotið mjög miskunnsöm málalok, og ég á hálferfitt með að hugsa til þess með stillingu að böfðað verði sakamál gegn Mr. Lexman.“ „Well, ég býst við, að hin stjórnmála- lega hlið þessa máls snerti oss ekki sér- staklega mikið,“ mælti O’Grady, „en sem einn þeirra, er einu sinni lá alveg við köfnun af því að sópa upp röngu ryki, myndi ég leggja til, að láta málið falla, þar sem það, er komið.“ „Yfirlögreglustjórinn sat í þungum hugsunum, og Belinda Mary starði á hann með eftirvæntingu. „Biðjið hann að koma inn,“ sagði hann blátt áfram. Stúlkan gekk út og sótti John Lexman og konu hans, og þau komu inn og héld- ust í hendur, ósegjanlega hamingjusöm og róleg, hvað svo sem framtíðin kynni að færa þeim í skauti sínu. Yfirlögreglu- stjórinn ræskti sig: „Lexman, við erum allir mjög þakklát- ir yður,“ mælti hann, „fyrir mjög skemmtilega og fróðlega sögu yðar og á- kaflega merkilega hugmynd. Það sem þér hafið gert — að mér skilst —“ mælti hann rólega og athugandi, „er að setja yður sjálfan í stað morðingjans, og ekki aðeins að halda fram skoðun yðar á því, hvernig morðið var framið, heldur einnig um or- sakirnar og tildrögin til morðsins. Ég verð að segja, að það er mjög merkileg hug- myndasmíð.“ Hann talaði mjög rólega og yfirvegandi og bandaði alvarlega frá sér með hendinni, en John Lexman, sem var sýnilega forviða, ætlaði að grípa fram í. „Gerið svo vel að bíða og grípið ekki fram í, fyrr en ég er farinn á brott,“ þrumaði hann. „Þér hafið farið í ham hins rétta glæpamanns og hafið talað mjög sannfær- andi. Maður gæti haldið, að sá, sem drap Remington Kara, stæði hér raunverulega frammi fyrir okkur. Fyrir þessa ágætu persónugervingu erum við allir yður mjög þakklátir.“ Hann litaðist um yfir gleraugun eins og eftir samþykki stéttar- bræðra sinna, og þeir tautuðu allir sam- sinnandi. Hann leit á úr sitt. „Nei, nú verð ég víst að fara.“ Hann gekk þvert yfir herbergisgólfið og rétti John Lexman hendina. „Ég óska yður til hamingju,“ mælti hann og greip báðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.