Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR framkvæmd, hvernig hann ætlaði að kvelja hana og pína. Þér vissuð víst ekki,“ mælti hann og sneri sér að T. X., „að það leið varla mán- uður svo, að ekki kæmi einhver svívirði- legur þorpari heim til hennar með þá sögu, að hann væri nýlátinn laus úr Port- land fangelsi eða Wormwood Scrubbs þá um morguninn, og að hann hefði séð mig. Saga sú, sem hver þessara sendla hafði að segja, var nægiegt til að sundurkremja hjarta hverrar konu, nema þá þeirra allra hugrökkustu. Þetta voru sögur um illa meðferð hrottalegra gæzlumanna, um lasleika minn og sturlun mína og yfirleitt um allt mögulegt, sem miðað gat að því, að tæta sundur tilfinningar tryggrar og hjartnæmrar eiginkonu. Þetta var áform og tilgangur Kara. Ekki að særa líkamlega með svipu eða hníf, heldur að rista djúpt í hjartað með eitraðri tungu sinni, alveg inn í kviku sálarinnar. Er hann svo komst að því, að ég myndi bráðlega verða látinn laus — hann getur hafa gizkað á það, eða grafið það upp með einhverju baktjaldamakki, að náðun mín væri á leiðinni, — þá hug- kvæmdist honum hið mikla bragð sitt. Og hann hafði aðeins tvo daga til fram- kvæmdanna. Gegnum einn njósnara sinna komst Kara á snoðir um einn gæzlumannanna við fangelsið, sem lent hafði í einhverri klípu og ónáð yfirmanna sinna, og stóð til, að honum yrði sagt upp sökum ein- hverra viðskifta hans við fánganna. Mað- ur þessi var mjög sólginn í fé, og mútur þær, sem Kara bauð honum, voru all álit- legar, og tók gæzlumaðurinn því boðinu. Kara hafði keypt léttbyggða flugvél, og eins og yður er kunnugt, var hann ágæt- ur flugmaður. Svo flaug hann í henni til Devon og kom þangað í aftureldingu og lenti á einum afskekktasta hluta heiðar- innar. Það þarf ekki að fjölyrða um það, hvemig ég komst undan. Frásögn mín hefst raunverulega með því, er ég sté fæti á þilfar „Mpret“. Sú fyrsta mann- eskja, sem ég vildi hafa tal af, var auð- vitað konan mín. En Kara herti að mér að fara fyrst til klefa þess, er mér var ætlaður, og hafa þar fataskipti, og þá fyrst tók ég eftir því, að ég var enn í fangabúningnum. Hreinn og snotur al- fatnaður beið mín í klefanum, og ég get ekki með orðum lýst, hvílík nautn mjúk- ar skyrtur og mátuleg föt voru mér eftir fangelsisvistina. Þegar ég var búinn að klæða mig, fylgdi gríski brytinn mér inn í stóran,. skrautsal, og þar fann ég ástina mína, sem beið þar eftir mér.“ — Rödd Lexman’s lækkaði og varð að hvísli, og það liðu tvær—þrjár mínútur, áður en hann náði valdi á geðshræringu sinni. „Hún hafði haft illan grun á Kara, en hann hafði gert sitt ítrasta til að eyða allri tortryggni hjá henni. Hann hafðr skýrt henni frá áætlun sinni og sýnt henni flugvélina, en samt treysti hún honum ekki og vildi ekki fara um borð í lystisnekkjuna, heldur hafði hún beðið í vélbát, sem fylgdist með skipinu. þang- að til hún sá, að við lentum, og sá þá, að því er hún hugði, að Kara væri ekki með neina svikapretti. Kara hafði auðvitað leigt vélbát þenna, og hafði að líkindum mútað báðum bátverjum álíka mikið og gæzlumanninum við fangelsið. Fögnuð frelsisins geta þeir einir skilið, sem liðið hafa ógnir og þjáningar fanga- vistarinnar. Þetta er auðvitað algeng og útslitin fullyrðing, en þegar maður er að lýsa frumstæðum viðburðum, þá er ekki þörf né rúm fyrir smáatriði. Ferðin var fremur viðburðalítil. Við sáum lítið til Kara á leiðinni, og hann var alls eigi nær- göngull við okkur. Við óttuðumst það'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.