Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 38
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR aði fyrir allt það, sem konan hans átti að borða og drekka í framtíðinni. Hann pantaði 60 leigubíla til brúð- kaupsins, því að það átti nú að vera af betri endanum, og borgaði 5 króna keyrslugjald fyrir hvern þeirra, og á Grand Hótel pantaði hann brúðkaups- miðdagsverð handa 60 manns — gerið þér svo vel, 6789 krónur. Honum veittist einna erfiðast að ákveða sig með, hvað hann ætti að gefa konunni sinni í morgungjöf. Hann hljóp frá Heró- des til Pílatusar og skoðaði allt milli himins og jarðar, unz hann að lokum tók þá ákvörðun að fara með henni í þriggja mánaða Miðjarðarhafsferð öll 30 árin, sem þau myndu verða gift, og það fannst honum hlyti að vera fyrirmannleg gjöf og honum vel sæmandi. Þetta urðu 32.800 krónur. Þá stóð nú aðeins eftir að ráðstafa lík- kistu og jarðarför konunnar, og svo.... En samt voru ennþá peningar afgangs. „Ef til vill eigriumst við börn — ,nei, ekki börn, en einn krakka væri annars nógu gaman að eiga. .. .“ Og nú hóf hann göngu sína á ný. Auð- vitað átti að sjá barni hans allan far- borða. Hann gleymdi ekki einu sinni skólabókunum og snotru frímerkja-al- búmi handa stráknum. Og auðvitað varð hann að fá heiðarlega útför. Að lokum hafði nú Eusebíus „ráðstaf- að og niðurraðað“ milljón sinni rækilega. Nú gat hann á ný sofið rólega á nóttunni og áhyggjulaust, án þess að vera að brjóta heilann um fjármál sín, og án þess að óttast að stoíið yrði frá honum. Hann hafði nú séð tryggilega fyrir framtíð sinni og þeirra sem hann bar og myndi bera ábyrgð á. Allt hafði hann munað, og engu gleymt. Ég held nú það.... Jú, .eitt var það nú samt: Arfleiðslu- skráin. Viku eftir afmæli sitt hvarf hann skyndilega og rólega yfir í annan heim, þar sem sagt er, að aðrir sjái um skipu- lag og niðurröðun. Og þar eð engin arf- leiðsluskrá fannst eftir hann, urðu allir þeir erfingjar hans, er hann hafði gert kaupin við — frá líkkistusmiðnum til saumakonunnar, er einhverntíma hefði átt að sauma brúðarkjól konunnar hans. Skotasögur. Skoti nokkur hélt, að bezta ráðið, til þess að spara saman peninga fyrir sum- arfríið, væri það, að láta 1 penny í aura- baukinn, í hvert skipti, sem hann kyssti konuna sína. Þetta gerði hann líka reglu- lega, þangað til fríið kom. Þá opnaði hann aurabaukinn, og út ultu — ekki aðeins pennypeningar, — heldur líka shillings og ennþá stærri peningar. Hann varð al- veg forviða, og bað konu sína um skýr- ingu á þessu. — Jú, Jack — sagði hún, — það eru nú til allrar hamingju ekki allir eins nízkir og þú. Skoti nokkur bað einu sinni ungrar stúlku, en fékk hryggbrot. — Ég get ekki gifzt þér, sagði húnr vegna þess, að ég elska þig ekki, en ég skal vera þér sem systir. — — Ágætt! sagði Skotinn. En hvað held- urðu að hvort okkar fái mikið, þegar fað- ir þinn deyr? Frú Mac Intoddle þvoði fötin hans Jimmy litla, en þau hlupu svo mikið, að hann komst ekki í þau. Svo þvoði móðir- in Jimmy litla líka og þá voru fötin mátu- leg.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.