Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 53
HITT OG ÞETTA 47 Hitt og þetta. Nýja framhaldssagan, sem hefst í þessu hefti, er eftir hina góð- kunnu norsku skáldkonu frú Margit Ravn. Hafa tvœr hinar afar vinsælu skáldsagna hennar komið út í íslenzkri þýðingu, og hafa þegar hlotið afar miklar vinsældir meðal yngri og eldri hér á landi. Það eru sögurnar „Sunnevurnar þrjár“ og „Eins og allar hinar“. Þessi nýja saga, „Starfandi stúlkur", er að sumu leyti all ólík hinum tveimur, en sver sig þó greinilega í ættina. Þar er hinn sami fríski og hressandi frásagnar- blær, hin hlýja samúð með œskunni og hinn djúpi skilningur á skoðunum hennar og athöfnum. Að þessu sinni hefir frú Ravn tékið merkilegt og umdeilt þjóðfélagsmálefni til meðferðar, og leysir sagan úr því á skemmtilegan hátt, bæði fjölbreyttan og að sumu leyti óvœntan. Gerir það söguna hugðnœma og vekur sterka eftirvœntingu lesandans. Málefnið er í fám orðum, hvort starf- andi stúlkur — „sjálfstætt fólk“ myndi H. K. Laxness að líkindum kalla þær — stúlkur, sem vinna fyrir sér sjálfar og hafa fasta stöðu, eigi að sleppa starfi sínu, er þær giftast, og gerast eingöngu hús- rnæður — eða ekki. Um þetta atriði er deilt í sögunni, og lífið sjálft látið skera úr málum.----- N.-Kv: efast eigi um, að lesendum muni ieika forvitni á að fylgjast með frá upp- hafi i sögu þessari og sjá hvemig rás við- burðanna vindur fram með hverri blað- síðu, en oft og tiðum á annan veg en les- endur munu sjálfir œtla. Það er þetta sem gerir sögu þessa „spennandi“, er fram í sœkir. Það sem af sögunni birtist í þessu hefti er aðeins inngangur hennar. Fyndið svar. Snæbjörn í Hergilsey er nú byrjaður 9. áratuginn, en sjón hans er orðin lítil, en hann er ern að öðru leyti, og ekki sízt andlega, eins og eftirfylgjandi saga sýnir. Nýlega var hann að þrátta við mann. Allt í einu þagnar hann, og segir þá mað- urinn: „Nú er þér svarafátt. En um hvað ert þú annars að hugsa?“ Svarar Snæbjörn þá: „Ég var að mæla milli þín og manns á réttum dyggða vegi. Það er eins og augu mín eygja lengst á björtum degi.“ Maður, sem viðstaddur var sagði, að það væri ekki svo langt nú orðið. „Hann verður þó að vera á bak við sól- ina, því að sólina sé ég enn“, svaraði Snæ- björn. ----•»<--- Andorra Á miðöldum voru ýmsir af hinum mörgu dölum Pireneufjalla sjálfstæð smá- ríki, en öll hafa þau fyrir löngu týnt sjálfstæði sínu, nema eitt, ríkið Andorra, sem liggur í austur Pireneafjöllum á tak- mörkum Frakklands og Spánar. Segja sögur að Karl mikli hafi stofnað ríki þetta. Stærð þess er 452 km.2 eða eins og 1/220 hluti íslands. Að íbúatölu er það minnsta ríki veraldarinnar (þegar páfa- ríkið er ekki meðtalið), og er íbúafjöldi þess um 6000. í gegnum stærsta dal lands- ins rennur áin Eran Balina, sem er ein af ám þeim, sem renna í stórfljótið Ebro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.