Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 24
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ein orð á máli, sem ég býst við að hafi verið tyrkneska. ,Hann mun sýna yður leiðina/ mælti Kara og brosti sínu elskulegasta brosi. Ég fór með þjóninum, en dyratjaldið var tæplega fallið að baki mér, er fjórir menn gripu mig, fleygðu mér harkalega á gólfið, einhverri skitinni tusku var troð- ið upp í mig, og áður en ég hafði fylli- lega áttað mig á, hvað gerzt hafði, var búið að binda mig á höndum og fótum. Undireins og mér urðu augljós þessi ægilegu svik Kara, varð mér fyrst hugs- að með skelfingu til Grace og öryggis hennar. Ég brauzt um með þriggja mann'a afli, en þeir voru of margir um mig. Ég var dreginn af stað eftir ganginum, hurð var opnuð og mér var fleygt inn í her- bergi. Ég hlýt að hafa legið þarna á gólf- inu í hálfa klukkustund eða svo, þegar mennirnir komu aftur, og í þetta sinn var í fylgd með þeim miðaldra maður, Salvólió að nafni, annaðhvort ítalskur eða grískur að þjóðerni. Hann talaði vel ensku og gaf mér fylli- lega í skyn, að ég yrði að hegða mér vel. Ég var svo leiddur inn aftur í stóra sal- inn, og þar sat Kara ennþá í einum hinna djúpu hægindastóla, sem hann hélt svo upp á, og reykti vindling. Rétt andspæn- is honum sat veslings Grace og var enn í tyrkneska búningnum, og mér til mikill- ar gleði óbundin. En er hún reis á fætur og ætlaði að ganga til mín, var henni um- svifalaust hrint aftur á bak af verði þeim, er stóð við hliðina á henni. ,Mr. John Lexman', mælti Kara loð- mæltur og talaði í nefið. ,Þér eruð nú rétt að festast í fyrstu möskvunum á mjög stórri og háskalegri hugsanavillu. Ég þarf að segja yður dálítið, sem mun gera yður fremur óglatt í geði.1 — Og þá heyrði ég í fyrsta sinn, að náðun mín hafði verið undirrituð og sakleysi mitt sannað. ,Þar eð ég hafði gert mér allmikla fyr- irhöfn með að koma yður í fangelsi,1 mælti Kara, ,þá er ekki líklegt að ég láti allar áætlanir mínar stranda og verða að engu og tilgangur minn er sá að gera ykkur báðum lífið afskaplega óbærilegt/ Hann hækkaði ekkert róminn, talaði al- veg í sama viðræðutón, þýtt og skemmti- lega. ,Ég hata yður af tveimur ástæðum,1 mælti hann og taldi á fingrum sér: ,Fyrst af því þér tókuð þá konu, sem ég ætlaði sjálfum mér. í augum manns með minni skapgerð er slíkt ófyrirgefanlegur glæpur. Ég hefi aldrei sótzt eftir konum, hvorki til vináttu né skemmtunar. Ég er einn þeirra fáu manna í heiminum, sem er sjálfum sér nógur. Það vildi nú svo til, að ég óskaði að ná í konu yðár, en hún hafn- aði mér, sennilega sökum þess að hún vildi yður heldur.1 Hann leit hæðnislega á mig. ,Þér haldið auðvitað núna,‘ mælti hann hægt og seint, ,að nú ætli ég mér að ná í hana, og að það sé einn hluti hefndar minnar að skáka henni beint inn í kvennabúr mitt. En ekkert er fjærri ósk minni né ætlun. Hinn „Svarti Rómverji“ er ekki ánægður með leifar annars eins vesalings ræfils og þér eruð. Ég hata ykk- ur bæði jafn mikið, og ykkar beggja bíð- ur nú ægilegri reynsla heldur en jafnvel yðar fjölskrúðuga hugmyndaflug getur uppmálað. Þér skiljið eflaust hvað það muni þýða?“ sagði hann og var enn jafn rólegur og kaldur. Ég svaraði engu. Ég þorði ekki að líta á Grace, og nú sneri hann sér að henni. ,Ég býst við, að þér elskið manninn yð- ar, vina mín,‘ mælti hann. ,Ast yðar verð- ur nú reynd til þrautar. Þér skuluð fá að sjá hann verða að því aumasta hraki af sjálfum sér. Þér skuluð fá að sjá farið ver og ómanneskjulegar með hann, heldur en með skepnurnar í haganum. Ég mun enga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.