Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 46
40 NtJAR KVÖLDVÖKUR hreinskilinn, þá skil ég mig ekki sjálf. Að minnsta kosti ekki fyllilega.11 „Jæja, nú verðum við víst að fara,“ sagði einhver í hópnum. „Þetta hefir ver- ið skemmtilegt.“ ,jO-o, skemmtilegt! En það er gott að geta sagt það sem manni býr í brjósti,“ sagði Ruth. „Absolutt,“ sagði ungfrú Nickelsen á skjalasafninu. Hún hafði ekki sagt eitt einasta orð allt kvöldið. „Gæti ekki verið gaman að hittast öðru hvoru svona utan skrifstofunnar — t. d. einu sinni í mánuði,“ sagði Ruth. Hinar voru sammála. „Við starfandi stúlkur,“ sagði ein hlæj- andi. „Segjum fyrsta mánudag í hverjum mánuði, eða hvað?“ „Allright! Góða nótt, starfandi stúlkur!“ „Góða nótt — þakk fyrir í kvöld!“ Ruth fór að taka til og hugsa og var mjög óánægð með sjálfa sig. — Allt sem ég hefi blaðrað og blaðrað án þess þó að geta tosað út úr mér því sem ég ætlaði að segja þeim, hugsaði hún með sjálfri sér. „But — what to do about it? Let’s put out the light and go to bed!1'1) En það er ekki alltaf einhlítt heldur. Hún lá lengi vakandi og bylti sér til í rúminu. Allt í einu flaug henni í hug að hún vildi ekki vera lengur í þessari stöðu sinni. Hvaða framtíð var í því? Var hún ekki ung og hraust og hugrökk? Skyldi svo sem ekki vera neitt annað til að taka sér fyrir hendur í þessum stóra og dásam- lega heimi en að láta fingurna dansa um stafaþrep á ritvél allan liðlangan daginn? Eflaust. Á morgun undireins skyldi hún snúa sér að þessu — þaulhugsa það að minnsta kosti. a) »En — hvað er við því að gera? Bezt að slökkva Ijósið og' fara að hátta!« (enska). Þýð. Ró og friður seig á hana. Rétt á eftir var hún sofnuð. Ruth Lange vaknaði morguninn eftir og fann það á sér að hún myndi eiga í vændum mikinn dag og merkilegan, en henni var ekki fyllilega ljóst, í hverju þetta væri fólgið. Er hún dró upp felli- tjaldið frá glugganum, sá hún að himin- inn var sindrandi blár og vissi að sólin myndi skína beint á hana, er hún gengi ofan eftir Drammens-vegi, lystigarðs- megin. En varð nokkur merkisdagur úr sól- skini og heiðum himni? Æ, það var satt! í dag átti hún að iara að hugsa um eitthvað nýtt. Húrra! Hvílík blessuð frelsistilfinning sem fylgdi því að hafa ásett sér að hætta á skrifstofunni. En hamingjan góða — klukkan! Ennþá var hún þó skrifstofustúlka hjá Eilertsen & Sönner H/F. og átti að koma til vinnu klukkan níu stundvíslega — helzt fáein- um mínútum fyrir níu. ískaldur steypirinn, grófnuddunin á eft- ir og síðan í fötin í hvínandi hvellinum, klukkan þrjú kortér í níu, og hún átti ekki einu sinni fyrir „Strætó“-miða, allt þetta steypti henni niður af hátindi hrifn- ingarinnar — og þrátt fyrir bláa himininn og sólina beint í andlitið hljóp hún við fót ofan eftir Drammens-vegi í fremur gráu hversdagsskapi. Fjárans líka — fyrirgefðu orðbragðið, elsku Ruth, sagði hún við sjálfa sig, það er nú annars ekki bara að hætta á skrif- stofunni. Ég lifi ekki á hugsununum ein- um, ég verð víst að þrauka kyrr þangað til ég hefi hugsað til hlítar. Það á ég við. Þetta dularfulla það, sem átti að veita henni frelsi og sjálfstæði ekki aðeins í bráð heldur einnig í lengd. Hún kom of seint á skrifstofuna. Auð- vitað. Stúlkurnar kinkuðu kolli og þökkuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.