Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 13
SKIPSTJÓRINN Á „SJÖSTJÖRNUNNI“ 7 Þetta var nú í seinasta sinn, sem hann ætlaði að koma hér í Voginn, og hún eina manneskjan, sem ekki hafði yfirgefið hann. Hann ætlaði að muna henni það. Þau viknuðu bæði meðan á þessum um- ræðum stóð. Reiersen tekur hönd hennar, en hún er föst fyrir eins og klettur. Þá vefur hann handleggnum um hálsinn á henni og segir: Manstu það sem gerðist í naustinu, nóttina fyrir tuttugu árum síðan? Já, svarar hún ofur lágt. Hún veitir ekkert viðnám, svo að hann heldur henni þétt upp að sér. Guð fyrirgefi mér syndir mínar, segir hún. Ég hefi munað eftir skipstjóranum allan tímann. Nú skyldi í eitt skipti fyrir öll úr því skorið, hvort Reiersen skipstjóri væri til einskis nýtur framar. Hvað er það, sem skipstjórinn vill? spyr hún undrandi. Er skipstjórinn galinn? Svei! Giftur maðurinn! Þegar ásakanir hennar hafa engin áhrif, slær hún hann í andlitið með krepptum hnefa og hann hrekkur í fáti undan, upp að veggnum. Ef ég hefði vitað að þetta var meining- in, segir hún móðguð, þá hefði ég ekki stigið fæti mínum inn fyrir káetudyrnar. Hefir skipstjórinn nokkru sinni heyrt annað eins, og að hann, giftur maðurinn, skuli láta svona! Hún snarast út úr káetunni og upp stigann og fer til vinnu sinnar fram í lestina. Draumur hennar um Reiersen skipstjóra hafði reynzt blekking. Hún skyldi, svei mér, ekki hugsa til hans framar, og ekki minnast svarta hársins hans frá æskuárunum, úr því að hann var af þessu taginu. Hann bar hvorki virð- higu fyrir sjálfum sér né guði almáttug- um. Það var allt öðru máli að gegna með Það, sem gerðist í naustinu fyrir tuttugu ^rum. Þá höfðu þau bæði verið ólofuð. Eftir þetta fannst Reiersen skipstjóra hann vera afdánkaður ræfill. Ekki einu sinni eineygt og fertugt kerlingarskass vildi hafa nokkuð saman við hann að sælda; hann, sem áður fyrr gat lagt allar stúlkurnar í Vogi að fótum sér. Ellin var komin. Hans skeið var á enda runnið. Það hafði enga þýðingu fyrir hann að láta svona. Honum var skammar nær að leggja sig meira eftir guðhræðslu og alvöru lífsins. Ef allt annað brást, gat hann leitað sér þar huggunar í ellinni. Hann mundi meira að segja eftir þessu þegar runnið var af honum, og hann sagði við sjálfan sig: Nú fer þú og bætir ráð þitt, Reiersen. Ef þú tekur daglega lítilsháttar framför- um, þá er það þó alltaf í áttina. Það er sjálfsagt rétt hjá Pálínu, að tími sé kom- inn til þess. Um kvöldið kemur verkstjórinn um borð og tilkynnir að búið verði að ferma næsta kvöld. Þá segir skipstjórinn alvarlegur: Guði sé lof fyrir það! Verkstjórinn glápir á hann og veit ekk- ert hvaðanásigstendur veðrið. Hann spyr: Hvenær fer skipstjórinn? Og Reiersen anzar: Næstu nótt, ef guð lofar. Og guð lofaði það. Reiersen létti akkerum, eins og ráðgert hafði verið, og sigldi út Voginn. Hann þekkti hvern hólma og hvert sker. Hérna hafði hann lifað eitt æfintýr og þarna annað. Það var á æskuárunum, hans velgengnisárum. Nú var það löngu liðið.... Reiersen stendur við stýrið og speglar sig í glerinu á áttavitanum. Allt í einu réttir hann hermannlega úr sér og segir við sjálfan sig: Næsta sumar reyni ég annars staðar. Fjandinn hafi það, að ég sé alveg af- dánkaður. Sverrir Áskelsson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.