Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 11
SKIPSTJÓRINN Á „SJÖSTJÖRNUNNI“ 5 um stúlkum, kringlum og „snöpsum", eins og á hans velgengnisárum. Hvað var nú til ráða? Hann nær í göt- óttu fötin sín neðan úr kistu, og fær henni rifna flaggið og hún byrjar strax á saumaskapnum. En Pálína er þögul. Hann hellir í glas handa henni. Hún drekkur, en grúfir sig svo aftur yfir verkið. Heyrðu, Pálína, segir hann, til þess að þóknast henni, þú átt gott, að hafa fund- ið guð. Það getur skipstjórinn reitt sig á, anzar hún. Og það er kominn tími til að skip- stjórinn finni hann líka. Ég er kannske ekki alveg eins langt frá því, eins og áður. Heldur skipstjórinn það virkilega? spyr hún. Já, mér finnst það vera heldur í áttina, nú í seinni tíð. En nú hafði losnað um málbeinið á þeirri gömlu, og hún hélt áfram að tala um guð. Þá iðraðist Reiersen eftir að hafa fitjað upp á þessu umræðuefni og hinn forherti syndari rauk upp í reiði, senni- lega vegna þess, að honum fanst hann vera farinn að leita guðs. Hann hélt sér hefði bara fundizt þetta, sagði hann. Gefðu því rúm í hjartanu, bað hún, gefðu því rúm í hjartanu! Reiersen hellti aftur í glösin og bauð henni meira af kringlunum. Þær hlógu, stúlkurnar í landi, sagði hann, en nú getur þú sagt þeim, að það hafi hreint ekki verið slæmt, að koma um borð til Reiersens skipstjóra. Þau drukku bæði. En þegar hann ætlaði að sveigja um- ræðurnar að veraldlegum hlutum, keppt- ist hún við að sauma og svaraði honum engu orði. Hann þorði ekki að minna hana í hina gömlu, góðu daga fyrir tutt- Ugu árum síðan. Það var komið alveg fram á varir hans, en hann hætti við það. Þetta varð alltaf leiðinlegra og leiðin- legra. Tíminn leið og flaggið var tilbúið, en Reiersen hafði ekki einu sinni getað hlegið, hvað þá meira. Nú er nóg komið í þetta skipti, sagðí hann, þegar hann stóðst ekki mátið leng- ur. Hann fleygði fötunum aftur niður í kistu og lét róa Pálínu í land. Dagurinn var liðinn. Ráðagerð hans hafði að engu orðið. IV. Enn líða nokkrar vikur. Það er komið undir haust, fiskurinn er orðinn þurr og sá dagur nálgaðist óðfluga, þegar átti að skipa honum fram aftur. Reiersen valdi hlýan morgun. Sex- og áttæringar voru sökkhlaðnir fiski og snöggklæddir menn reru þeim fram að „Sjöstjörnunni“. Það var gamall siður þegar „plattað“ var, að við það ynnu fjórar stúlkur. Hverjar vildu „platta“ í haust? Allar færðust undan því. Það kom í raun og veru engum við nema verkstjór- anum. Þess vegna skipti Reiersen sér ekk- ert af þessu; en honum gramdist þessi nýi vottur um virðingarleysi, og hann beit sig í varirnar af gremju. Pálína reyndist aftur góðhjörtuð og bauðst til þess að „platta“ fiskinn, ef hún fengi þrjár stúlkur með sér. En Reiersen fór niður í káetu og tók tappann úr flösk- unni. Hvað annað gat hann gert þegar svona stóð á? Hans hlutverki var lokið. Nú, jæja, þetta skyldi líka verða síðasta sumarið sem hann sigldi „Sjöstjörnunni“ inn í þennan fjandans afkima. Það voru nógir aðrir staðir til, þar sem hægt var að þurrka saltfisk. Hann orðinn of gamall? Nei, það skyldi nú koma í ljós í dag. — Skál! Hann drakk stöðugt og taldi í sig kjark, og eftir hálftíma var hann kominn í það skap, að hann gat boðið öllum borðalögð- um póstskipstjórum birginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.