Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 15
Edgar Wallace: Sagan um snúna kertið. (Niðui'lag'). XVIII. KAPÍTULI. T. X. sat við skrifborð sitt og studdi hökunni í hönd sér. Hugur hans var önn- um kafinn. Hann var alvarlegur, eins og málefni það, sem hann var að velta fyrir sér. En hann stóð upp fúslega og gekk á mót stúlkunni, sem kom brosandi inn um dyrnar, sem Mansus opnaði fyrir henni mjög hátíðlega. Hún var ljómandi falleg þennan daginn. Augu hennar leiftruðu með óvenjulegum bjarma. „Ég hefi dásamlegustu fréttir að segja þér,“ mælti hún, „og ég get bara ekki sagt þér þær.“ „Þetta er sveimér góð byrjun,“ sagði T. X. og tók handskjól hennar frá henni. „Ó, en það er sannarlega dásamlegt,“ sagði hún með ákafa, „dásamlegra heldur en allt annað, sem þú hefir nokkurn tíma heyrt.“ „Vér erum að verða forvitnir,“ sagði T. X. ísmeygilega blíður. „Nei, nei, þú mátt ekki gera að gamni þínu,“ sagði hún í bænarróm. „Ég get ekki sagt þér það núna, en það er dálítið, sem — sem mun alveg koma þér til blátt á- fram að —“ hana skorti orð eða samlík- ingu. „Til að skreppa úr skinninu,“ stakk hann upp á. „Ég ætla að gera þig steinhissa.“ Hún kinnkaði kolli hátíðlega. „Ég þoli nú talsvert, skal ég segja þér,“ sagði hann brosandi. „Og t. d. það, að þekkja þig, er nægilegt til að svifta mann öllum hæfileikum til að undrast.“ „Þetta getur nú verið annaðhvort mjög fallegir gullhamrar eða þá hámarks ó- svífni,“ sagði hún varfærnislega. „En taktu það nú sem fallega gull- hamra,“ sagði hann hlæjandi. „En komdu nú með þetta, sem þú ætlaðir að segja.“ Hún hristi höfuðið sterkt og ákveðið. „Ég get ómögulega sagt þér neitt,“ svar- aði hún. „Hvers vegna í skollanum ertu þá að segja mér frá þessu?“ sagði hann í að- finnsluróm, og ekki að ástæðulausu. „Af því ég vil, að þú vitir, að ég veit dá- lítið.“ „Ó, — hamingjan góða,“ stundi hann upp. „Auðvitað veiztu allt mögulegt. Be- linda Mary, þú ert sannarlega allra dá- samlegasta stúlkubarn." Hann sat á armbríkinni á hægindastóln- um og lagði höndina á öxlina á henni. „Og þú ert komin til að sækja mig til hádegisverðar?“ „Um hvað varstu að brjóta heilann, þegar ég kom áðan?“ spurði hún. „Ekkert sérstakt. Þú hefir heyrt mig nefna- John Lexman?" Hún kinnkaði kolli og á ný tók T. X. eftir hinum niðurbælda ákafa í augum hennar. „Þú ert þó ekki lasin eða kvíðandi út af einhverju, eða hvað?“ spurði hann með á- hyggjusvip. „Vertu nú ekki að neinni vitleysu,“ sagði hún, „haltu áfram og segðu mér eitthvað um Lexman.“ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.